Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 89
3ÐUNN
Heimskautafærsla.
183
Álitið er, að samband sé milli loítslagsbreytinga og
sjávarborðsbreytinga, þannig, að meginreglan sé, að hátt
sjávarborð og heitt loftslag fari saman og eins aftur á
móti kalt loftslag og lágt sjávarborð, og verður vikið
nánar að því síðar. Samband myndi einnig vera milli
loftslagsbreytinga og sjávarborðsbreytinga eftir tilgátu
Wegeners. Flyttist þannig land úr hitabelti jarðar í ann-
aðhvort kuldabeltið og hyldist jökulbreiðu, myndi það
sökkva dýpra ofan í sima-lagið, sakir þunga jökulsins.
Liti þá út eins og sjávarborð hækkaði. Flyttist svo sama
land aftur í hitabeltið eða til heitari svæða, myndi það
lyftast eftir því sem jöklar hyrfu, svo að eins liti út og
að sjávarborð lækkaði. Sambandið milli loftslagsbreyt-
inga og sjávarborðsbreytinga yrði þannig gagnstætt því,
sem álitið er að það sé. Þessi tilgáta getur þess vegna
ekki komið til greina sem skýring á því, hver sé aðal-
orsök loftslagsbreytinga, sjávarborðsbreytinga og mynd-
unar fjallgarða.1)
Þá hafa menn getið þess til, að geislamagn sólar sé
breytilegt og enn fremur að kolsýrumagn gufuhvolfsins
sé háð breytingum. Hvorttveggja mundi hafa í för með
sér loftslagsbreytingar, er færu í sömu átt, samtímis,
umhverfis alla jörðina. En það er gagnstætt því, sem
rannsóknir hafa leitt í ljós. Þannig sjást engar minjar
skriðjökla í,]apan frá pleistocen-tímanum, er jökultíminn
gekk yfir Island og önnur nálæg lönd því, er sunnar
liggja. Þvert á móti var þá heitt loftslag í Japan, svo að
kóralrif mynduðust þar við strendurnar.2) Á permtíma-
bilinu, er heitt loftslag var hér norður um Evrópu, voru
stór svæði í hitabeltinu hulin jöklum út í sjó. Dæmi
þessi nægja til að sýna, að tilgátur þessar eru hinar
ósennilegustu.
Skozkur jarðfræðingur, James Croll, hefir komið með
1) í Ann. Rep. of Sm. Ins., ár 1924, er ritgerð eftir Termier,
Drifting of Continents. Synir hún einkar glögglega veilurnar í þess-
ari tilgátu, og hve ósennileg hún er.
2) Naturen 1913. Klimatiske forandringer i Japan siden pliocen-