Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 11
ÍDUNN Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. 333 fyrstu nóttina eftir líflátið. Til þess að aftra því. að hann haldi því áfram, höggva þeir höfuðið af líkinu. En næsta skifti, sem barist var í Svarfaðardal, gengur Klaufi í bardagann. Höfuðið var þá ekki á bolnum, heldur barði hann með því á báðar hendur. Eg er ekki að halda því fram, að frásögnin um Klaufa sé áreiðanleg. Eg efast ekki um, að hún sé að minsta kosti mjög úr lagi færð. En þó að sögnin um Klaufa sé hrottaleg og frásögnin í erindinu frá 1905 sé fögur, þá eru þær samstæðar að þessu leyti, að þær benda báðar á sömu reynsluna, að áverki sjáist á svipnum, sem líkaminn hefir orðið fyrir eftir andlátið. Annars dæmis skal eg geta. Það er tekið úr Völs- ungakviðu hinni fornu í Sæmundareddu. Helgi hundings- bani var veginn af mági sínum og haugur orpinn eftir hann. Hann sést ríða að haugi sínum, og er þá blóðugur, auðvitað af því, að hann hafði verið drepinn, lagður í gegn. Annars er frásögnin í þessari kviðu svo hugnæm og tnerkileg, að eg get ekki stilt mig um að rifja hana upp með fáeinum orðum. Helga er vel tekið, þegar hann kemur inn í annan heim, svo vel, að Oðinn bauð honum að ráða öllu með sér. Honum hefði átt að geta liðið þar forkunnar vel. En svo er ekki. Hann er blóðugur á sveimi hér á jörðunni. Það er ambátt Sigrúnar, ekkju Helga, sem fyrst sér hann á þessu ferðalagi. Og það er óneitanlega hugnæmt að athuga, hvernig henni verður við. í þeirri frásögn er svo mikil sálfræðileg speki. Fyrst heldur hún, að þetta sé blekking, einhver sjón- hverfing. Því næst kemur henni tíl hugar, að heimsendir sé kominn. Loks áttar hún sig á því, að það geti þó hugsast, að hún sjái þetta rétt, og dauðum mönnum sé leyft að koma aftur í þennan heim.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.