Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 16
338 Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. IÐUNN einu nafni eldraunir. Um þau þótfi svo mikils vert, að þau voru tekin til greina í löggjöfinni! I Noregi tíðk- aðist járnburður mikið á 11. og 12. öidinni. Menn báru glóandi járn með berum höndum eða gengu á því ber- um fótum, til þess að sanna sýknu sína eða til þess að sanna það, að þeir færu með rétt mál að öðru leyti, þegar vitnum varð ekki við komið. Eftir því sem stendur í Goðrúnarkviðu III. í Sæmundareddu hefir líka verið til önnur aðferð. Goðrún Gjúkadóttir er borin þeim sökum af ambátt manns síns, að hún hafi átt vingott við annan karlmann en manninn sinn. Hún sannar sakleysi sitt með því að bregða hendinni ofan í sjóðandi vatn, og taka upp gimsteina, sem liggja á ketilbotninum. Höndin er heil eftir þetta, og með því er sýkna Goð- rúnar sönnuð. Þá er ambáttin látin gera þetta sama, en hönd hennar sviðnar, og af því þykir auðsætt, að hún hafi farið með róg. En eldraunirnar voru stundum með öðrum hætti. Berserkirnir óðu logandi eld með berum fótum. Frá- sagnirnar um berserkina eru í mínum augum mjög merkilegar. Þeir komust í eitthvert það ástand, er nefnt var berserksgangur, og meðal annars olli því, að þeir urðu miklu sterkari, meðan þeir voru í því, en þeir áttu að sér. Eftir á urðu þeir máttfarnir. Vér höfum nokkuð samstæða frásögn, áreiðanlega, úr sálarrannsóknaritum nútímans. Maður hét (eða heitir) Skilton, átti heima í Jacksonville í Florida í Bandaríkjunum og var járn- brautarlestarstjóri. Sjálfsagt hefir hann verið mjög sál- rænr<, því að hann dreymdi merkilega drauma og varð fyrir dularfullum áhrifum, sem stundum forðuðu honum sjálfum og járnbrautarlest hans frá voða. Einu sinni er hann að fást við það um miðjan dag, með mönnum sínum, að ná hlutum út úr járnbrautarvagni til þess að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.