Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 33
IDUNN Fiðlarinn við Kóngsins Níjatorg. 355 sér snúning, og maður verður að hypja sig burt — af eintómri kurteisi. Mér er farið að þykja svo vænt um þessa knæpu, að ef eg þarf að drekka kaffi með einhverju frændfólki mínu, lendum við venjulega þarna inni alveg ósjálfrátt. Þetta er fyrirtaks staður. Þangað koma nærri því tómir meðalmenn og konur og þaðan af betra fólk. Eg er viss um, að veilingamaðurinn, hinn ósýnilegi velgerðar- maður minn, er afbragðsnáungi. Hann hefir látið mála veggina og súlurnar í salnum með þægilega rauðum Iitum, sem verka á mig eins og morfínssprauta. Hann hlýtur að vera gáfaður mannvinur og liklega dýravinur líka, því að kvenfólk má taka með sér keltuhunda. Eg minnist þessa af því, að mér dettur í hug gömul jómfrú, sem kom þarna inn eitt kveld með agnarlítinn kafloðinn hund í bandi. Áður en varði var þessi óskapnaður kom- inn í slíka stemning, að hann flaðraði upp um fóstru sína í hrifningu holdsins. Eg hafði þá aldrei séð svona atlot, og eg man, að eg undraðist stórlega. Þá kem eg að því, sem að mínu áliti eykur langmest á ágæti þessa kaffihúss, hljómleikunum. Ef þeir væri ekki eins dásamlegir og raun er á, er tvísýnt, hvort eg kæmi þarna nokkurn tíma. Eg veit, að margir segja sem svo, að á knæpurn þurfi menn að hafa næði til að spjalla saman, og það sé ómögulegt fyrir þessum sifellda hljóðfæraslætti. Gott og vel, þess háttar fólk getur farið á Kutann eða Himnaríki'), sama er mér. Á kaffihúsinu við Kóngsins Nýjatorg spilaði fjögurra manna hljómsveit allt liðlangt kveldið í haust eð leið. Nú eru þeir ekki orðnir nema þrír eftir, því að pillur- inn með standfiðluna tók upp á því að gifta sig milli 1) Tveir alkunnir gildaskálar í Höfn, skammt frá „Garði".

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.