Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 41
IÐUNN Nokkrar línur með ljósmYnd Upton Sinclairs. Eftir Halldór Kiljan Laxness. 1. Herra ritstjóri: — Nú er orðið all-langt síðan þér sýnduð mér það traust að mælast til þess, að ég ritaði nokkur orð fyrir Iðunni um vin minn, Upton Sinclair. Oft hefi ég verið að hugsa um að verða við þessari beiðni, en aftur og aftur hvarflað frá því vegna þess, að mér blöskra erfið- leikarnir á því að gera fasta og áþreifanlega mynd af slíkum manni, sem enn er ekki annað en líf og hreyf- ing, en eins og þér vitið, þá er maðurinn fyrst orð- inn »saga«, þegar hann er búinn að sleppa tökunum á símum veruleikans og dottinn upp fyrir. Það er til- tölulega auðvelt að draga upp mynd af manni eins og hann kemur fram á ákveðnum stað og stund, einkum ef staðurinn og stundin eru þess eðlis að áherzlubinda kjarnann í persónuleik hans og lífsferli, en hitt mjög vandkvæðum bundið, að gera heildarmynd af hálfleiknu æfihlutverki, meðan maðurinn er enn snar þáttur við- burðalífsins með þjóð sinni, órjúfanlega tengdur hinum margvíslegu hreyfingum dagsins, einn af andlitsdráttum samtíðarinnar. Hér við bætist í þessu tilfelli, að mig skortir sundurliðaða þekkingu á hræringunum í hinum ógöfuga seiðpotti undir yfirborði stjórnmálalífs í Vestur- heimi, sem Upton Sinclair lætur sér annars tíðast um.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.