Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 50
372 (Jpfon Sinclair. IÐUNN hans hefir verið mikið og heilagt; ekkert gat brotið hann á bak aftur. Sigurvissa hans var aldrei sterkari, hugur hans aldrei herskárri en eftir að hann hafði ein- hversstaðar beðið ósigur. Hefir hann þá altaf unnið fyrir gýg? Fjarri fer því. Þess sér hvarvetna stað, þ?.r sem hönd hans hefir verið að verki. Ekkert stóðst við fyrir hinum jötunefldu átökum hans. Sterkustu máttarviði verzlunarvaldsins hefir hann hrist, svo hrikt hefir í allri Ameríku og jarðskjálfti farið gegn um alt þjóðfélagið. Með skarpskygni sinni, ótæmandi þekkingu, síbrennandi hugsjónaeldi og ritlist hefir hann fengið því áorkað, að augu miljóna í þessu landi hafa opnast fyrir sannindun- um um böl það, sem féndur þessarar þjóðar, auðvalds- drotnarnir og fótaþurkur þeirra, hafa eytt dollarabiljón- unum í að ielja amerísku fólki trú um að væri dýrð hennar. Hann hefir með öðrum orðum lagt í rústir fyrir auðvaldinu nokkurra biljóna virði af heimsku. Það er ómögulegt að gera neina áætlun um áhrifin af ritum Upton Sinclairs, hvorki innan Ameríku né utan. Þau hafa verið útgefin í miljónum eintaka og sjálfsagt lesin svo tugum miljóna skiftir. Eitt einasta rit eftir Upton Sinclair — og maður verður aldrei samur eftir. Enginn ágóðatryltur seljandi getur verið svo forhertur, að rödd lífsstefnunnar djúpt í brjósti hans hljóti ekki að rumska við þá skírskotun til hins almenna mannlega, sem rit Sinclairs flytja. Hin þjóðfélagslega upplýsingar- starfsemi hans, enda þótt hún sé sjaldan í fræðilegu formi, er meira virði en flestar bækur vísindalegar um þau efni, því rödd hans nær langt út yfir hið takmark- aða kallfæri vísindanna, — hann talar í einföldum, áþreif- anlegum myndum og dæmum úr hversdagslífinu eins og allir miklir fræðarar, snýr sér ekki til mentalýðsins ein-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.