Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 62
384
Myndin af Bólu-Hjálmari.
IÐUNN
dáinn. — Svo lengi muna menn níðvísur um frændur
eða nána ættingja.
Þegar litið er á mynd Ríkharðs Jónssonar af Bólu-
Hjálmari, þá sýnist myndin vera af velmegandi manni,
sem jafnvel hefir haft mannaforráð, og aldrei verið í
efa um, hvað hann ætti að borða næsta dag. Maður
Ríkharðs horfir beint framan í heiminn og veit ekkert
af allri þeirri óvild, sem Bólu-Hjálmar vissi af utan um
sig og sem beygði hann niður. Það þarf ákaflega mik-
inn styrk til að bera æfilanga óvild, án þess að bogna
undir byrðinni. Hjá Hjálmari fylgdi þessu innri byrði: óvild
hans til fjölda manna, sem ekki fer betur með manninn
en hin áður nefnda. Myndin, sem hr. Ríkharður Jónsson
hefir gert af Bólu-Hjálmari, er allsendis ólík þeim, sem
hún á að vera af. Hans manni er vel í skinn komið,
hann hefir góðan skeggvöxt og hárvöxt og veit sér
einskis óþægilegs von af þeim, sem hann horfir í
móti. —■
Það er engin hneisa fyrir Ríkharð Jónsson, þó hon-
um hafi mistekist að gera mynd af manni, sem hann
aldrei hefir séð, því það lof á hann skilið, að upp-
hleyptu myndirnar af þeim mönnum, sem hafa setið
fyrir honum, eru líkari mönnunum sjálfum en nokkrar
aðrar myndir eftir hina yngri íslenzku listamenn, sem
ég hefi séð.
Jnc/r. Einarsson.