Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 84

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 84
406 Heimskautafærsla. IÐUNN Löndin eru einnig íhaldsöm á loftslagsbreytingar, ef þannig mætti að orði Uomast. Þannig álita vísindamenn, að er jökulbreiðan hyrfi af Grænlandi, myndi hún ekki ná aftur neitt líkri útbreiðslu og nú, eins og loftslagi er nú háttað á Grænlandi. Jökulbreiðan er því arfur frá eldri tímum, nfl. jökultímanum. Þegar því eitthvert Iand hefir verið svo nærri heimskauti, að landið hafi hulist jökulbreiðu, hefir hún getað haldist á því, þó að það hafi komist aftur á það breiddarstig, sem það hafði verið á einhverntíma áður, jökullaust, og með tilíölulega heitu loftslagi, er það var á leið frá heitari svæðum. Auk þess hafa hafstraumar getað verið gjörólíkir á sama stað á ýmsum tímum. Alt myndi þetta hafa það í för með sér, að sjávarborðsminjar kaldari sjávar kæmust stundum miklum mun hærra en sjávarborðsminjar heitari sjávar. Loks álita ýmsir, að löndin ýmist svigni niður eða hefjist, er jöklar ýmist aukast eða minka eða hverfa af löndunum. Af því myndi einnig leiða það, að sjávar- minjar frá köldum tímum gætu náð hærra en sjávar- minjar heitari tíma. Menn benda á það, þessari skoðun til stuðnings, að sjávarborðsminjar frá lokum jökultímans í mörgum löndum, t. d. í Skandinavíu, séu lítið eitt hærri inni í fjörðum en úti við mynni þeirra. En eins og kunnugt er, hækkaði sjávarborð á hlýviðrisskeiðum jökultímans og í lok hans, og eins á purpura-skeiðinu hér og steinöld Norðurlanda, og styður það ekki þessa skoðun. Breytingar þær, sem orðið hafa á innbyrðis af- stöðu lands og sjávarborðs á þessum slóðum og nálæS' um svæðum, eins og í Danmörku og sunnanvert við Eystrasalt og Norðursjó, virðast fremur benda á það, að þessi svæði séu að leggjast í fellingar eða þrýstast saman í öldur og dældir, eins og bent var á hér að framan. Það er þess vegna ekki hægt að vænta greinilegra sambands milli sjávarborðsbreytinga og loftslagsbreyling3 af völdum heimskautafærslu en er, þegar litið er á alt annað, sem jafnan hlýtur að valda breytingum á lofts- lagi og hæð sjávarborðs og trufla þetta samband. (Meira). HáUon J. Helgason.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.