Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 88
410 Nýjar bækur. IÐUNN t. d. »Biössi Iitli á Bergi«, sem lýsir einstæðingsskap umkomulauss smælingja á snilldarfagran hátt. Agætt kvæði að dýpt hugsunarinnar er »Bifröst«, og fleiri slík mætti telja. Gott kvæði er líka »Sorgir«, innilegt og bygt á djúpri reynslu. »Sigurður skáld á Ondverðarnesi* er og kröftugt og skáldlegf kvæði, einkum síðari hlutinn. Og þannig mætti lengi telja. ]ón Magnússon er einkar-smekkvís á íslenzkt mál og efnismeðferð alla. Hann er þegar kominn í röð beztu ljóðskálda vorra, og þó að ekki séu öll kvæði hans jafn- góð, þá eru þau öll smekkleg og vönduð. — »Burknar« eftir Pétur Pálsson er fyrsta ljóðabók hans, og er hann þó orðinn roskinn maður. Þessi kvæði bera og vott um þroskaðan höfund, sem ávaxtar pund sitt vel. Höf. er að vísu ekki stórfelt skáld, en kvæðin eru einkar- lagleg og snotur og auðsjáanlega ekki kastað til þeirra höndunum. Einkum eru mörg tækifæriskvæðin góð og þrungin hugsun, og má þar fil dæmis nefna kvæðið unr ]ón Ben. ]ónsson o. fl. Mannlýsingar (svo sem dr. Gríms Thomsens og Skúla fógeta) og náttúrulýsingar (t. d. »A Fagradal«) eru h'ka ýmsar fallegar í »Burknum«. En yrkisefnin eru sum veigalítil og ekki »blásið lífsanda í nasir« þeirra. »Ský« eftir Sigurjón Gudjónsson frá Vatnsdal eru einnig fyrsta ljóðabók höfundarins, en hann er ungur maður, — víst á milli tvítugs og þrítugs. Að vísu eru byrjendamörk á bókir.ni, enda munu ýms af kvæðunum vera ort, á meðan að höf. var fyrir innan tvítugt. En yf*r kvæðunum hvílir yfirleitt þýður og ljóðrænn blær, og 1 sumum þeirra lyftir höf. sér upp í hæðir skáldskaparins, eins og t. d. í »Dauðinn er innan veggja«, eða sér skáld- legar sýnir og bregður upp myndum af þeim, t. d. í líður á síðasta ljóðið«, þar sem þessar línur eru: skilja’ okkur hrikaleg forlagafjöll — með forynju’ í hverjU skarði*. — Aftast í bókinni eru nokkrar snotrar og «a' kvæmar þýðingar. — Mér þykir líklegt, að vænta með’ góðs af Sigurjóni, er honum vex aldur og þroski. »Mansöngvar til miðalda« eftir Jóhann Frímann er kvæðabálkur út af Völsungasögu (höf. ritar jafnan »Vols'

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.