Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 89

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 89
IÐUNN Nýjar bækur. 411 ungar«, en það er röng orðmynd). Bókin er hið undar- legasta »sambland af frosti og funa«, af skáldlegum leiftrum annars vegar og smekkleysum og flatneskju hins vegar. Sem dæmi upp á smekkleysurnar má nefna það, að höf. lætur sér þessi orð um munn fara (um Sigurð Fáfnisbana); »Væri ég Sigurður Sigmundsson, svæfi ég á grúfu« (í gröfinni), og talar um, að »samvizkan mundi klípa karl« og hann »hljóða hátt á horfna sælufundi«. Eru þessar og þvílíkar smekkleysur því leiðinlegri, sem höf. sýnir á öðrum stöðum þó nokkur skáldleg tilþrif. — Höf. vill lýsa Sigurði Fáfnisbana sem nokkurs konar »Don ]uan« fornaldarinnar, og hefir hann auðvitað leyfi til þess, — en tekst frekar illa. Andinn í kvæðunum er eins og þau hefði ort munkur, sem telur alt »holdlegt« vera synd, — en langar þó í syndina. Leiðinlegur sið- ferðilegur prédikunartónn kemur víða fram í kvæðunum og »formálunum« að þeim, t. d. þessi mikla »vizka«, að »enn er í heiminum hreinlíf kona«. Ég ætla að hlífa les- andanum við fleiri tilvitnunum. En höf. þarf að þroska með,sér meiri smekkvísi og meiri skilning á mannlegu eðli. »Alflirnar kvaka« eftir Jóhannes úr Kötlum er mjög lík fyrri bók hans (»Bí bí og blaka«) að gæðum. Þó eru meiri tilþrif í seinni bókinni. Þar er t. d. eitt kvæði, sem er ágætt að »stemningu« og krafti, kvæðið »Efsegði eg þér alt«. Ekkert annað kvæði í bókinni jafnast á við þetta; þó að ýms þeirra séu lagleg, og sum enda falleg, er þar ekki mikið um skáldlegar sýnir, en yfirleitt eru kvæðin smekkleg og snotur. Höf. yrkir mikið undir ýms- um rímnabragháttum og er yfirleitt nokkur bragsnillingur; en það er ekki nóg. Meira þarf til, ef vel á að vera, og lesandinrt þarf að sannfærast um einlægni og innileik höf- undarins; það nægir ekki, að höf. hafi þetta hvorttveggja til að bera, ef við sannfærumst ekki af orðum hans. »Kveðlingar« Guðmundar Friðjónssonar standa heldur að baki fyrri bókum hans. Þó leynir sér ekki skáldlegur máttur höf., og orðsnilld hans er söm við sig. Guðmundur er »sveitamaðurinn« í íslenzkum bókmenntum, með aftur- haldssemi hans og þröngsýni á suma hluti, en með mátt orðanna, skarplegrar athugunar og skáldlegrar snilldar,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.