Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 95
IÐUNN
Nýjar bækur.
417
hæðnin, — hin alkunna Jakobska kaldhæðni. Hún hefir
aldrei notið sín betur en hér (sbr. sögulokin í Skulda-
dögum). Fyrir því verða og sögurnar hver annari skemti-
legri, en það er frekar nýlunda í okkar sagnagerð.
Flestir þeirra, er sögur rita, ganga að því verki með
grafalvarlegum hátíðarsvip, er oft stendur í öfugu hlut-
falli við mikilvægi þess, sem þeir hafa að fara með.
Jakob Thorarensen er blessunarlega laus við þenna stífa
hátíðleik. Allar sögurnar í bók hans eru í raun og veru
gamansögur, þótt greina megi víða þunga undiröldu
beiskrar alvöru á bak við.
Lítt verður þess vart, að hér sé viðvaningur á ferð.
Þvert á móti dylst engum, að þessi höf. kann að byggja
upp sögu. Einkum eru tvær styztu sögurnar svo vel
bygðar, að þær minna að því leyti á sjálfan stórmeist-
arann í smásagnagerð, Maupassant, þótt þær að öðru
leyti séu ekki innviðamiklar. — Frásögn höf. er létt og
djarfleg og stíllinn persónulegur — ekki ríkur að ljóð-
rænum töfrum, en mergjaður og hressilegur.
Veigamesta sagan er kannske »Ilmur vatnanna* —
um hispursdrós eina úr höfuðstaðnum, nýtrúlofaða, sem
fer upp í sveit til sumardvalar, ætlar að skemta sér af
hjartans lyst, en gengur sig í sjálfheldu, svo hún á þaðan
ekki afturkvæmt. En >Skuldadagar« standa henni ekki
mikið að baki. Þar er sagt frá manni, sem siglir háan
byr um hríð, en verður heldur en ekki að rifa seglin,
þegar kernur að skuldadögunum. Sú saga er prýðilega
sögð. Það hefir verið fundið henni til foráttu, að hún sé
ólíkindaleg, ýkjublandin. Eg efast um, að svo sé. A
braskárunum miklu spruttu upp margir »kynlegir kvistir*,
og sennilega fór Reykjavík ekki alveg varhluta af þeim
gróðri.
Það er ástæða til að fagna útkomu þessarar bókar.
Jakob Thorarensen hefir með kveðskap sínum aflað sér
mikilla vinsælda um land alt. Þessar sögur verða fráleitt
til að draga úr þeim vinsældum. Þetta er fyrsta bók
höf. í óbundnu máli, en ólíklegt er, að það verði einnig
sú síðasta, því meira mun hann eiga í pokahorninu af
sama tæi. —