Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 11
UM SÁLGÆZLU
169
°S tíðum fólgið í því að ræða við sjúklinginn í einrúmi,
til að greiða úr flækjum hugans. Ég tel víst, og þykist
hafa reynslu fyrir því, að prestur geti einnig átt góðan
hátt í slíku, ekki sízt ef góður læknir er í samvinnu við
hann. Erlendis eru til prestar, sem árum saman hafa
stundað störf sín með þessum hætti, og nægir þar að
ttúnna á enska prestinn Leslie Weatherhead, sem hefir tvo
eða þrjá lækna í samvinnu við sig. Hugmyndin er sú, að
lasknarnir annist þá hlið málsins, sem læknavísindin ein
§eta fjallað um, en presturinn sálgæzluna í kristilegum
°g kirkjulegum skilningi. 1 bókum sínum segir dr. Weather-
head frá ýmsum dæmum, til skýringar þessu starfi, og
ég benda stéttarbræðrum minum, þeim sem ekki þekkja
til hans nú þegar, á bækur hans til lestrar. Þær eru ljósar
°S skilmerkilegar og taka mikið tillit til prestlegrar reynslu.
Mér er einnig kunnugt um, að svipað starf er innt af hendi
1 öðrum löndum, enda þótt mig skorti bæði tíma og þekk-
ln§u til að fara nánar út í það hér. — Hafi presturinn
uftur á móti ekki tök á að gera neitt fyrir hinn veika
^unn, stendur hann þó betur að vígi, er hann veit nokk-
urn veginn með sjálfum sér, hvað ekki er hægt að gera,
hvað læknirinn kann að geta gert, og hvað hvorki læknir
né prestur eru líklegir til að geta.
Næsti möguleikinn var sá, að presturinn gerði eitthvað
fyrir veilan mann, enda þótt veiklun hans væri í sjálfu
sér ólæknandi. Til eru þeir, sem meðal almennings er lit-
ið á sem heilbrigða menn, enda þótt sálarlíf þeirra sé aðra
stundina allt á ringulreið, eða þeir séu sjálfum sér svo
ónógir, að þeir þurfi að létta á huga sínum, til að finna
fnið. Ef til vill vita þeir ekki til fulls, hvað að er. Það
eina, sem þeir vita, er það, að þeir þrá samúð og kær-
ieika, en vita vart, hvar þeir eiga að leita hans. Hver veit,
nema þeir alveg ósjálfrátt búi sér til eitthvert erindi til
iseknis eða prests, til þess eins að finna samúð og hjarta
hlýju. Þeir finna eitthvað lítils háttar til, sökum líkam-
iegs kvilla, sem í sjálfu sér er ekkert hættulegur. En þetta