Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 98
Fréttir,
Æskulýðsdagur.
Sunnudaginn 29. maí hélt Bandalag Æskulýðsfélaga Reykja-
víkur svonefndan æskulýðsdag, til þess að hvetja menn til
byggingar æskulýðshallar í Reykjavík og safna fé í því skyni.
Hátíðahöld hófust með guðsþjónustu á Arnarhóli kl. 1,15 e.
h. Samband Kirkjukóra Reykjavíkur söng sálma og Lúðra-
sveit Reykjavíkur lék með. Séra Árelíus Níelsson prédikaði, og
nokkur ávörp voru flutt. Síðast talaði biskupinn, dr. Sigurgeir
Sigurðsson. Um nón tóku við skemmtanir í kvikmyndahúsum
bæjarins og Sjálfstæðishúsinu. Um kvöldið var samkoma í
Tívolí. Þar söng m. a. Karlakór Reykjavíkur og Lúðrasveitin
Svanur lék nokkur lög..
Veður var mjög kalt um daginn, og dró það úr aðsókn.
Margir unnu endurgjaldslaust að hátíðahöldunum og undir-
búningi þeirra, og þótti ágætlega takast. Emil Björnsson cand.
theol. stjórnaði framkvæmdum af miklum dugnaði og skör-
ungsskap.
Ráðgjört er, að sams konar æskulýðsdagur verði framvegis
haldinn á hverju ári.
Séra Magnús Már Lárusson
hefir fengið lausn frá prestsskap í vor samkvæmt beiðni
sinni, til þess að geta varið öllum starfskröftum sínum að
kennslu sinni við Háskólann og vísindaiðkunum.
Biblíuorðabók.
Séra Björn Magnússon prófessor hefir samið Biblíuorðabók
yfir allt Nýja testamenntið, og er verið að prenta hana.
Utanfararstyrkir guðfræðikandídata.
Þessir prestar hafa fengið utanfararstyrki guðfræðikandí-
data úr Sáttmálasjóði síðastliðið vor: Séra Guðmundur Sveins-
son 3000 kr. (frh.styrkur), séra Leó Júlíusson 1500 kr„ séra
Jóhann Hlíðar 1500 kr.
Séra Björn Magnússon
hefir verið skipaður prófessor við guðfræðisdeild Háskólans
frá 1. júní að telja.