Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 59
PRESTASTEFNAN 1949
217
ing varðandi kirkjugarðsstjórnir, þar sem fleiri söfnuðir hafa
einn og sama kirkjugarð, og snertir sú breyting í framkvæmd
aðeins Reykjavík. Önnur breyting á kirkjugarðslögunum lá
einnig fyrir þinginu en varð ekki útrædd. Gekk hún í þá átt, að
takmarka allmikið rétt manna til upptöku heimagrafreita frá
því sem nú er. Tel ég, að sú breyting sé þörf og tímabær, því
hin mikla fjölgun heimagrafreita er að leiða til alvarlegra
vandræða. Hirðingu grafreitanna er víða ábótavant. Ættir
flytjast burtu af jörðum, þar sem heimagrafreitum hafði verið
komið upp, og hinir nýju eigendur og ábúendur vilja þá oft
ekkert með heimagrafreitinn hafa, hvorki hirða hann sóma-
samlega né halda honum við.
Eins og yður öllum er kunnugt, var á síðustu prestastefnu
rætt allmikið frumvarp um kirkjuþing, er lagt var fyrir presta-
stefnuna. Nefnd var kosin til þess að athuga frumvarpið nánar,
og skyldi hún ljúka starfi á síðastliðnu hausti. Nefndin hélt
nokkra fundi og varð sammála um frumvarpið með lítilsháttar
breytingum, og var það síðan sent öllum prestum landsins til
athugunar, og óskað umsagnar þeirra um málið. Svör bárust
frá 58 prestum. Tjáðu 46 sig vera að öllu samþykka frumvarp-
Jnu, 3 óskuðu nokkurra breytinga og 9 töldu sig andvíga frum-
varpinu. Síðan var málið lagt fyrir Kirkjuráð, er samþykkti
me3 samhljóða atkvæðum, að frumvarpið, eins og nefndin
gekk frá því, yrði lagt fyrir Alþingi. Frumvarpið var síðan
sent kirkjumálaráðuneytinu með ósk um, að það léti leggja
málið fyrir Alþingi. En þar sem þá var nokkuð áliðið orðið
þingtímans, var málið ekki lagt fram á því þingi, en mun
að sjálfsögðu koma fyrir næsta þing.
Á sýnódusárinu var af kirkjumálaráðherra skipuð 5 manna
nefnd til þess að gera tillögur um endurreisn Skálholtsstaðar.
í nefndinni eiga sæti auk mín: Séra Sigurbjörn Einarsson
dócent, Björn Þórðarson dr. juris., Steingrímur Steinþórsson
búnaðarmálastjóri og Þorsteinn Sigurðsson bóndi að Vatns-
leysu.
Nefndin hefir haldið allmarga fundi og orðið sammála um
frumvarp til laga um endurreisn Skálholtsstaðar, þar sem
gert er ráð fyrir, að Skálholt verði aðsetursstaður vígslubiskups
Skálholtsbiskupsdæmis hins forna, og að þar verði endurreist