Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 32
190
KIRKJURITIÐ
henni liggur þyngst á hjarta. Minnimáttarkenndin gagn-
tekur hana, eða hún fyllist bræði út í allt og alla, og
ástand hennar verður enn vonlausara en áður. —
Verði presturinn hinsvegar um of hversdagslegur er
hætta á, að hann missi fljótlega virðingu sóknarbarna
sinna og menn fari að gera sér dælt við hann. Slíkt leiðir
aldrei til neins trúnaðar. Þess er þá heldur ekki vænzt,
að hann geti hjálpað, þegar úr vöndu er að ráða. Hann
er þá ekki heldur í neinum lifandi tengslum við fólkið. —
Því finnst hann þýðingarlaus.
Það gerir sig enginn að meiri manni en hann er, og
enginn sómakær maður vill heldur verða minni maður
en hann er. „Embætti þitt geta allir séð, en ertu, sem
ber það, maður,“ segir Einar Benediktsson. Það, sem
presturinn þarf umfram allt að gera, er að koma fram
eins og hann á að sér, blátt áfram, hjartahlýr og fóm-
fús, um leið og hann gerir persónuleika sinn gildandi,
án þess þó að ýkja. Hann má aldrei þykjast annað en
hann er sjálfur — umfram allt ekki stæla aðra eða leika.
Þessvegna má hann ekki ganga með einhvern ógnþrunginn
og íbygginn embættismannssvip eða fas, og þessvegna
má hann heldur ekki gera sig um of elskulegan, því að
þá verður framkoma hans mærðarleg. Hann verður að
vera eins og hann er. Hann verður að hætta á það, því
að sem sálusorgari verður hann hreint og beint að gefa
sjálfan sig — fórna sér, þá er allt í lagi, því að þá kemur
hann fram af einlægni hjartans, án manngreinarálits,
háttvís, lipur og nærgætinn. Því að
Eitt bros — getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð á nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.