Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 71
SÉRA FRIÐRIK HALLGRÍMSSON 229
aftur til átthaganna, þótt erfitt hefði verið að skilja við
vinina vestra. Þegar hann sá bæinn blasa við og fegurð
fjallanna og hafsins umhverfis, lét hann svo um mælt,
að hann skildi ekki, hvernig hann hefði getað fengið af
sér að vera að heiman allan þennan tíma. Hér hlakkaði
hann til að starfa. Heima — þar sem faðir hans hafði
unnið og með æskuvinum.
Og hér fékk hann að starfa það sem eftir var æfinnar.
Dómkirkjuprestur í tvo áratugi. Það er mikið og veglegt
starf, sem engin tök eru á að lýsa nákvæmlega í stuttri
tímaritsgrein. En dugnaður, áhugi og vandvirkni einkenndu
það allt. Varð hann því fljótt mjög vinsæll prestur, og
héldust vinsældir hans alla tíð. Þegar hann varð sjötugur
og hafði þannig náð hámarksaldri embættismanna, skor-
aði safnaðarfólk hans á hann að gegna prestsembættinu
lengur.
Mér þótti gott að vera í kirkju hjá séra Friðriki. Ræður
hans voru skipulega samdar og vel hugsaðar og oft
kryddaðar sögum til áherzlu og skýringa, og þó í hófi.
Framburður hans var ágætur, og rödd hafði hann svo
fagra, að flestir hlutu að veita því athygli. Þótti sumum
jafnvel hún minna á það, sem sagt var um Jón biskup
ögmundarson, að svo hefði virzt sem rödd hans væri
fremur engilsraust en manns. öll prestsverk vann hann
wjög fallega. Minnist ég einkum í því sambandi ferming-
arathafna, er börnin söfnuðust upp að altari Dómkirkjunn-
ar og hann lagði hönd á höfuð þeim og bað þeim blessun-
ar Guðs.
Störf hans fyrir börn og unglinga voru veigamikill
báttur í prestsstarfi hans og raunar æfistarfi öllu, því að
flest, sem liggur eftir hann á prenti, er þeim helgað. Hann
tók upp aftur þráðinn frá fyrri tímum og hélt árum saman
barnaguðsþjónustur í Dómkirkjunni. Urðu þær mjög fjöl-
sóttar af börnum á öllum aldri, og var það engan veginn
vandalaust að tala svo, að hvert barn hefði þess einhver
oot. En mér þótti séra Friðriki oft takast prýðilega. Olli