Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 61
PRESTASTEFNAN 1949
219
þessi hefir ennþá aðeins eina kennslustofu til umráða, og háir
það mjög starfi hans. Væri full þörf á að auka á næsta ári
verulega fjárveitingu til skólans, bæði til að afla honum aukins
húsrýmis og til nauðsynlegra áhaldakaupa.
Enn er vert að geta þess, að kirkjukórasamband Ámesspró-
fastsdæmis gekkst fyrir myndarlegu námsskeiði fyrir söng-
stjóra, er haldið var að Selfossi og stóð yfir í 10 daga. Þátt-
takendur voru 12. Naut námsskeið þetta styrks úr sýslusjóði
Árnessýslu.
Á styrjaldarárunum mátti heita ógjörningur að útvega hljóð-
færi í kirkjur, en síðan stríðinu lauk, hefir þrátt fyrir inn-
flutnings- og gjaldeyrishömlur verið að því unnið að fá inn-
flutt kirkjuorgel til þess að fullnægja þörfinni. Hafa á árun-
um 1945—1948 að báðum árunum meðtöldum alls 26 kirkjur
fengið hljóðfæri. Þar af þrjú vönduð pípuorgel, er fóru til
Bessastaðakirkju, Eyrarbakkakirkju og kapellu Háskólans.
I júní og júlímánuði s. 1. var háð hið svonefnda Lambethþing
í Englandi að tilhlutan erkibiskupsins af Kantaraborg og
þangað boðið biskupum víðsvegar að og þar á meðal yfir-
biskupum Norðurlandanna. Þessi biskupaþing hafa verið frá
því árið 1867 og venjulega verið haldin 10. hvert ár.
Sat ég þing þetta af íslands hálfu, og var það virðuleg sam-
koma og fjölmenn, því þarna voru um 330 biskupar, þegar
flest var.
Markmið þessa þings var að treysta samstarfs- og vináttu-
bönd milli hinna ýmsu kirkna og kirkjudeilda, leita að nýjum
leiðum til starfs og áhrifa og ræða þau mál, sem einkum
varða heill og velferð mannkynsins. Þing þetta var einkar
anaegjulegt. Þar ríkti fagur bróðurandi og einlægur samstarfs-
vflji þrátt fyrir mismunandi sjónarmið og ólíkar skoðanir
hinna ýmsu kirkjudeilda.
Ennfremur var háð fjölmennt kirkjuþing í Amsterdam í
Hollandi á síðastliðnu hausti, og sóttu það fulltrúar frá um
150 kirkjudeidum. Fyrir hönd íslenzku kirkjunnar mætti séra
Jakob Jónsson í Reykjavík. Hlutverk þessa þings var meðal
annars það, að koma á fót svonefndu Alkirkjuráði (World
Council of Churches), og var ráð þetta formlega stofnsett á
þinginu.