Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 53

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 53
PRESTASTEFNAN 1949 211 10. júlí 1864. Foreldrar hans voru Þorsteinn hreppstjóri Thor- lacius á Öxnafelli og kona hans Rósa Jónsdóttir ljósmóðir. Hann útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík vorið 1887 og lauk tveim árum síðar embættisprófi við Prestaskólann. Þá um haustið, hinn 29. september, var hann vígður af Hall- grími biskupi Sveinssyni til Stóruvallaprestakalls í Rangár- vallaprófastsdæmi. Þar starfaði hann í 10 ár, unz hann fékk veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 21. maí árið 1900, og gegndi því starfi fram til fardaga 1932, er hann fékk lausn frá prestsskap og settist að í Reykjavík. Hann var pró- fastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1921—1931. Séra Einar var kvæntur Aðalbjörgu Benjamínsdóttur, bónda að Stekkjarflötum í Eyjafirði, og varð þeim 9 barna auðið. Konu sína missti hann árið 1937. Séra Einar Thorlacius var jafnan í hópi hinna mætustu °g merkustu presta sinnar tíðar, áhugamikill og samvizku- samur embættismaður, einlægur og víðsýnn trúmaður, traust- Ur og hollráður vinur, sem jafnan naut virðingar og trausts safnaða sinna. Hann lét sér jafnan mjög annt um hinn sögu- fræga stað, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og beitti sér fyrir því, að þar yrði reist vegleg minningarkirkja um Hallgrím Pétursson, og studdi mjög að fjársöfnun til hennar. Hann var einn af stofnendum félags fyrrverandi sóknarpresta og for- maður þess um skeið, sívakandi og síhugsandi um andlegu málin fram til hinztu stundar. Séra Vigfús Þórðarson var fæddur að Eyjólfsstöðum á Völl- Um í Suður-Múlasýslu þann 15 marz 1870. Foreldrar hans voru Þórður bóndi á Eyjólfsstöðum Þorsteinsson og kona hans, Guðlaug Sigurðardóttir. Hann lauk stúdenstprófi í Keykjavík vorið 1891 og embættisprófi í guðfræði við Presta- skólann vorið 1893. Það ár kvæntist hann eftirlifandi eigin- k°nu sinni, Sigurbjörgu Bogadóttur Smith frá Amarbæli á Fellsströnd, og reistu þau bú að Eyjólfsstöðum. Hinn 16. maí 1901 var hann vígður sóknarprestur að Hjaltastað í N.-Múlaprófastsdæmi og var þar prestur til ársins 1919, er honum voru veittir Eydalir í S.-Múlaprófastsdæmi. Hann fékk lausn frá prestsskap í fardögum 1942 en þjónaði þó áfram Eydölum til fardaga 1943, er þau hjónin fluttust til Reykja- víkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.