Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 54
212
KIRKJURITIÐ
Séra Vigfús var góður sonur kirkjunnar, einlægur í trú sinni,
glaðlyndur og góðlyndur, hafði mikið yndi af söng og hverju
því, sem fagurt var, einkar vinsæll af söfnuðum sínum og
drengur hinn bezti.
Fyrir hönd kirkjunnar og vor allra flyt ég báðum þessum
bræðrum alúðarþakkir fyrir vel unnin störf í þágu kristni og
kirkju landsins og bið yður að rísa úr sætum til þess að
minnast þeirra og votta þeim virðingu og þökk.
Ein prestsekkja lézt á árinu, frú Sigurlaug Björg Árnadóttir
Knudsen, ekkja séra Luðvigs Knudsens síðast prests að Breiða-
bólsstað í Vesturhópi. Hún andaðist í Reykjavík hinn 24.
apríl s. 1.
Frú Sigurlaug var fædd að Höfnum á Skaga 5. nóv. 1863
og var alsystir séra Arnórs Árnasonar prests að Hvammi
í Skagafirði. Hún giftist 14. sept. 1891 séra Luðvig Knudsen,
og bjuggu þau fyrst að Þóroddsstað í Kinn, en síðan að
Bergsstöðum í Svartárdal og síðast að Breiðabólsstað til 1930,
er maður hennar andaðist.
Frú Sigurlaug var afburða glæsíleg kona, þrekmikil, hjarta-
góð og greind.
Minningu þessarar ágætu konu viljum vér votta virðingu
og þökk með því að rísa úr sætum.
Ennfremur andaðist á sýnódusárinu frú Sigurlína Guðný
Sigurjónsdóttir, kona Þorgeirs Jónssonar á Eskifirði. Hún var
fædd að Stóra-Bakka í Fljótum hinn 15. júní 1907, og var því
aðeins rúmlega fertug, er hún andaðist. Frú Sigurlína var
greind kona og menntuð og öllum hugstæð, sem þekktu hana.
Vér vottum séra Þorgeiri og þremur ungum bömum þeirra
hjónanna innilega samúð vora og hluttekningu um leið og vér
rísum úr sætum og minnumst hinnar látnu með virðingu og
þökk.
Einn þjónandi prestur hefir látið af embætti á árinu, séra
Magnús IVIár Lárusson prestur á Skútustöðum. Eins og yður
öllum er kunnugt, hefir hann í tvo undanfarna vetur gegnt
kennslustörfum við guðfræðideild Háskólans í forföllum Magn-
úsar Jónssonar prófessors. Og þar sem hann taldi það ósam-
rýmanlegt að gegna þjónustu í fjarlægu prestakalli samhliða
kennslustörfum í Reykjavík, ákvað hann að sækja um lausn