Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 65
PRESTASTEFNAN 1949
223
Dagur starfsársins er liðinn og kemur ekki aftur. En nýr
tími er framundan.
Mér virðist verkefnin vera stærri en áður. Það er margt,
sem því veldur. Þörf mannkynsins, já allra þjóða heims,
eftir guðstrú og sinnaskiptum verður meiri og meiri eftir
því sem tímar líða. íslenzka þjóðin þarf að breyta um stefnu
í lífsstríði sínu. Hún þarf að hugsa minna um efnislega hluti,
meira um þá andlegu. Kirkjan á að ganga á undan og þjónar
hennar að vinna að hugarfarsbreytingum. Vér þurfum að
auka samúð manna á meðal, draga úr flokkadráttum, efla
bróðurhug, kenna æskulýðnum þann veg, sem hann á að
ganga, draga úr sársauka, reyna að bæta úr hverju böli,
svo að skuggarnir og myrkrið hverfi úr mannlífinu og birtan
frá honum, sem er ljós heimsins, fái að lýsa og verma sér-
hvert heimkynni í þessu landi.
Þér eruð í sérstökum skilningi kjömir og vígðir í þjónustu
ljóssins og sannleikans.
„Ekki kveikja menn ljós og setja það undir mæliker, heldur
á ljósastikuna, og þá lýsir það öllum sem eru í húsinu.
Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk
yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnunum."
Aðalmál prestastefnunnar.
Aðalmál prestastefnunnar voru SÁLGÆZLA og KIRKJAN
OG ÚTVARPIÐ. Höfðu þeir framsögu í hinu fyrra séra Þor-
steinn L. Jónsson og dr. Alfreð Gíslason læknir. Eru framsögu-
ræður þeirra prentaðar á öðrum stað hér í ritinu. í hinu
málinu var séra Jón Auðuns málshefjandi. Miklar umræður
Urðu um bæði þessi mál, einkum hið síðara, og ályktanir
gjörðar um þau.
Ályktanir prestastefnunnar.
1. Sálgæzla. Prestastefnan leggur til: 1) Að Kirkjuráð ís-
lands ráði á næsta sumri tvo menn, prest og lækni, til þess
að ferðast um landið til að fræða söfnuðina um sálgæzlu og
nauðsyn andlegrar heilsuverndar, og verði slíkum ferðum haldið
uPpi í framtíðinni. 2) Að sérstakir prestar verði skipaðir til
Þjónustu við stærstu sjúkrahús landsins eftir tillögu biskups.