Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 10

Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 10
KÓRALBÓK - með formála og epilog - - eiginlega óviðkomadi efninu - FORMÁLINN TEXTI ÚR ÖRLITLUM REYKJAVÍKUR-ANNÁL EFTIR DR. JÓN HELGASON, BISKUP: „1840. Orgel er sett í dómkirkjuna. Pétur Guðjónsson stúdent, útlœrður í J°n' strupskóla, er skipaður organleikari. Sigurður Breiðfjörð er dœmdur fyrir o® gefa út falsaðar ávísanir (2x5 daga vatn og brauð). Tvede fyr land- og bcei°r' fógeti, nú sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu (þó búsettur í Reykjavík)/ verður bráðkvaddur. Jónas Haflgrímsson dvelur i Reykjavík veturinn 1840-4)- íbúatala: 896. 1 Það var um þœr mundir, er dóm- kirkjan í Reykjavík þótti orðin of lítil og fátœkleg, að Reykvíkingar skutu saman fé til kaupa á orgeli. Kirkjan var þá fimmtug, og hafði reyndar á sinni tíð þótt nógu góður arftaki Skálholtsdómkirkju. Landinn hugsaði ekki ýkja hátt um þœr mundir. Kaup- in á þessu hljóðfœri, — hinu fyrsta, sem sögur fara af í íslenzkri kirkju frá því á miðöldum, — svo og stœkk- un kirkjunnar voru sennilega eins kon- ar dögunarvottur í þjóðlífinu. Áður hafði Skálholtskirkja verið andlit þjóðlífsins og menningarinnar. Ein- hverjir sáu nú, að hið nýja andId' þurfti hressingar við. Hinn fyrsti organisti dómkirkjunnör var sum sé Pétur Guðjónsson stúd ent, er nú nefndist Guðjohnsen, hein1 kominn frá Danmörku með próf Johnstrups Seminarium. Var hann jafnframt ráðinn skólastjóri barna skólans í Reykjavík. Belgtroðari org elsins var hringjari kirkjunnar °9 hlaut fyrir það 6 ríkisdali í þóknan á ári. Pétur gerðist brátt ötull og áhrifa mikill frumherji nýrrar tónmenntar og söngstlls á íslandi. Árið 1846 var 200

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.