Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 26

Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 26
hann formaður þess. Á ótrúlega stutt- um tíma hafði honum tekizt að koma skipulagi á kirkjusönginn í landinu og virkja fylkingu áhugafólks innan kirkjunnar til messusöngs og kirkju- kóramóta. Hann eignaðist samstarfs- menn úti á landsbyggðinni, organ- istana, og lagði þeim verkefni í hend- ur til að vinna að. Þannig liðu ár brautryðjandans í starfinu, og hann lagði sig allan fram. Hann vann hlífðarlaust. Kirkju- söngurinn var hans hjartans mál. Eiginkona hans, frú Guðbjörg Birkis, stóð honum við hlið og studdi hann af miklum dugnaði og var honum samhent. Það var Sigurði Birkis ó- metanlegt. Sigurður Birkis var Ijúfur og hjarta- hlýr maður. Hann var glaðvœr og fundvís á allt það jákvœða. í hópi vina var hann jafnan hrókur alls fagnaðar og hló af hjartans lyst og kátínu, sem sló svo á gleðinnar strengi, að maður hlaut að hrífaS með. ' . Sigurður Birkis var söngmálastjar' þjóðkirkjunnar í 19 ár. Hann an aðist 67 ára gamall á gamlársdað 1960. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup minntist hans á prestastefrH árið eftir og þann fagra vitnisbar vil ég gera að lokaorðum mínLirn um þennan merka mann, einn hinn0 nýtustu sona kirkjunnar: ,,Það var öllum kirkjunnar mann um gleðiefni, þegar hann á slnurn tíma tók við nýstofnuðu emb®^1 söngmálastjóra, og hann olli eK^. vonbrigðum. Áhugi hans á því sta var með fádœmum og atorkan a sama skapi, meðan kraftar hans varU óskertir. Hann var einn hinn ljJjta drengur, sem vér höfum þekkt, gœtlega tœrt og opið heiði yfir sV'^ hans, hjartanleg, einlœg, barnsle9 gleði í starfi, sem örfaði og lyttn Hvernig syngja skuli ------menn hafi ekki meir við sönginn en hóflegt er og sýni þar ei sína fordild með margslungnum hljóðum, klinku nótum og annarri hljóðanna umbreytni, af hverju það kemur, að hinir aðrir, sem hjá standa og til hlýða, geta orðin ekki skilið, þó gjarnan vildu, vegna þess hreims, sem verður af slíkum hljóðum og missöng. Nóturnar og tónarnir eiga að þéna orðunum, en orðin eru ekki gjörð fyrir tónana.------ ------Hér vil eg og svo alla fróma kirkjupresta og kennimenn áminnt og um- beðið hafa, að þeir láti þá eina syngja þessa sálma í kirkjunni, sem þar hafa góða hljóðgrein til, svo að sú heilög lofgjörð verði sem bezt vönduð og sé ekki svo sem drukkinna manna hróp og kall eður hrinur, þá sitt syngur hver, hvað meir horfir til Guðs vanœru og styggðar, en sannrar lofgjörðar í kristilegri sam- kundu. — — — Ur formála Odds Einarssonar, biskups, sjá bls. 230. 216

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.