Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 32

Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 32
skýr í hugsun og rökfastur, vel móli farinn og skóldmœltur, manna bezt að sér í guðfrœði og einkar lagið að rœða trúfrœðileg efni opinberlega og einslega ó Ijósan og lífrœnan hótt. Vér minnumst sr. Magnúsar Run- ólfssonar og vottum honum virðingu vora og þakkir. AÐRIR KVADDIR Þó er oss skylt að minnast hér tveggja manna, sem lótizt hafa ó árinu og báðir voru um árabil í fremstu röð- um kirkjunnar manna, hvor á sinn hátt. Þeir eru Páll Kolka, lœknir, og Bjarni Eyjólfsson, ritstjóri. Páll unni og vann kirkju sinni af eldlegum áhuga, hverjum manni hvat- ari og fimari henni til varnar og jafnan búinn til hvers kyns góðrar liðveizlu. Hann sat í kirkjuráði í ára- tug, þar sem annars staðar hollur og vitur í tillögum, óspar á tíma og krafta og brennandi í anda. Bjarni var um langt skeið forustu- maður í kristilegri félagsstarfsemi, rit- stjóri Bjarma, formaður KFUM og for- seti Kristniboðssambands íslands, mikils virtur sem ptédikari og sálu- sorgari. Eftir hann liggur mikið verk, sérstaklega stendur hið íslenzka kristniboð í mikilli þakkarskuld við hann. Prestastefnan þakkar ómetanleg störf þessara manna og blessar minn- ingu þeirra. LAUSN SAKIR ALDURS Þessir prestar hafa látið af þjónustu fyrir aldurs sakir: Sr. Gunnar Árnason, sóknarprestur í Kópavogsprestakalli, fékk lausn frá 1. september. Hann er fœddur 13- júní 1901, varð kandidat í guðfrceði 1925 og vigðist sama ár til Berg- staðaprestakalls. Þar þjónaði hann til ársins 1952, er hann hlaut veitingu fyrir Bústaðaprestakalli, er einmg náði yfir Kópavog. Þegar kallinu u°r skipt 1963, hélt hann Kópavogs- prestakalli áfram, unz hann lét a^ embœtti. Sr. Gunnar hefur alla tíð staðið framarlega í röðum presta. Þegar a ungum aldri vakti hann á sér athyg^' fyrir greinar og ritgerðir, sem lýstu gáfuðum áhugamanni. Liggur mikið eftir hann ritað, bœði þýtt og frum- samið, í bundnu máli og óbundnu- Um árabil var hann ritstjóri Kirk|u' ritsins. Hann var lengi í stjórn Presta- félags íslands og formaður þesS árin 1964—68. Á kirkjuþingi hefur hann átt sœti síðan 1964. Kona sr. Gunnars, frú Sigríður Stef ánsdóttir, andaðist haustið 1970. Sr. Sigurður Pálsson, vígslubiskup' fékk lausn frá prests- og prófasts störfum frá 1. desember. Sr. Sigurður er fœddur 8. júli 190U varð kandidat í guðfrœði 1933 °9 vígðist sama ár til Hraungerðispresta kalls. Hann hefur þjónað því kall' síðan og setið á Selfossi síðari ár'n- Hann var skipaður prófastur í Ár nessprófastsdœmi árið 1965 °0 vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdcem forna 1966. Hann var kjörinn 0 kirkjuþing árið 1958 og átti þar scet' til ársins 1970. í stjórn Prestaféla9s Suðurlands var hann frá stofnun þe5S og formaður þess um margra ára skeið. 222

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.