Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 34

Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 34
Þessum ungu mönnum fögnum vér einlœglega og biðjum þeim bless- unarríkrar framtíðar í þjónustu kirkj- unnar. AÐRAR BREYTINGAR Sr. Kolbeinn Þorleifsson, sóknarprest- ur ó Eskifirði, baðst lausnar fró em- bœtti sakir nómsdvalar erlendis og var veitt lausn fró 1. september. Hann vígðist til Eskifjarðar haustið 1967. Vér árnum honum heilla og góðrar afturkomu til prestsskapar. Sr. Þórir Stephensen fékk að eigin ósk lausn frá embcetti sóknarprests í Sauðárkróksprestakalli frá 1. októ- ber til þess að gerast aðstoðarprestur séra Jóns Auðuns, dómprófasts í Reykjavík. Breytingar á embœttisþjónustu eru að öðru leyti þessar: Sr. Jón Kr. ísfeld var skipaður sóknarprestur í Hjarðarholtspresta- kalli í Dölum frá 1. júlí. Sr. Rögnvaldur Finnbogason var skipaður sóknarprestur á Siglufirði frá 1. september. Sr. Tómas Sveinsson var skipaður sóknarprestur á Sauðárkróki frá 1. október. Sr. Árni Pálsson var skipaður sóknarprestur í Kársnessprestakalli, Reykjavíkurprófastsdœmi, frá 1. des- ember. Sr. Þorbergur Kristjánsson var skip- aður sóknarprestur í Digranesspresta- kalli í sama prófastsdœmi frá sama tíma. Sr. Ágúst Sigurðsson var skipaður sóknarprestur í Mœlifellsprestakalli frá 1. júní. Sr. Lárus Halldórsson var skipaður sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli 1 Reykjavík frá 1. júní. Sr. Sigurður K. G. Sigurðsson var settur sóknarprestur í Norðfjarðar- prestakalli frá 1. febrúar. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson, farprestur, hefur verið ráðinn til Frí- kirkjusafnaðarins i Hafnarfirði. Hann gegnir þó enn og fyrst um sinn far' prestsstarfinu að hálfu, þar sem ráðn- ingarskilyrði hans við Fríkirkjusöfn- uðinn heimila það — launakjör eru miðuð við hálft starf —, enda varð vandi vegna veikindaforfalla prests- ins á Eyrarbakka, sr. Magnúsar Guð- jónssonar, ekki leystur með öðru móti- Tilnefning prófasta fór fram 1 þeim prófastsdœmum, sem tóku breytingum við gildistöku laganna um skipun prófastsdœma og presta- kalla frá 1970. SKIPAÐIR PRÓFASTAR Voru eftirtaldir menn skipaðir pr°' fastar 1. júlí: Sr. Valgeir Helgason í Skaftafell5' prófastsdœmi, sr. Einar Guðnason 1 Borgarfjarðarprófastsdœmi, sr. Þor- grímur Sigurðsson í Snœfellsness- °9 Dalaprófastsdœmi, sr. Sigurður Kristj' ánsson í ísafjarðarprófastsdœmi, sr' Pétur Þ. Ingjaldsson í Húnavatnspr°' fastsdœmi, og sr. Siguður Guðmunds- son í Þingeyjarprófastsdœmi. Þá var sr. Eiríkur J. Eiríksson skip' aður prófastur í Árnessprófastsdœmi frá 1. marz. 224

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.