Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 54

Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 54
tekur séra Hallgrímur til máls, þótt jafnframt hafi margt úr passíusálm- um verið fellt í burtu. Eins er ógetið, sem orkar tvímœlis í bókinni, enda hefur það orðið mörg- um ásteytingarsteinn. Ný beyging Jesú-nafns er upptekin, bitnar slíkt illa á mörgum sálmahöfundum, ekki sízt séra Hallgrími, sem þó bað menn að fœra ekki orð sín úr lagi eða breyta sínum verkum. Breyting þessi er grunnfœrnisleg og ótrúlegt, að hún muni eiga sér framtíð. Þá er miklu líklegra, að Jesús verði að Jesú í öllum föllum. Ef einhverju á að breyta vœri þó eðlilegast að taka upp beyg- ingu Halldórs Laxness á nafninu, ekki er hér mœlt með því. Að lokum: Hœpið er, að mar9'r hinna nýju sálma muni ná miklurn vinsœldum, svo að þeir verði mi°9 notaðir. Eðlilegt hefði verið, að þe\' hefðu fengið reynslutíma í viðbcet'- Raddir hafa þegar komið fram urn nauðsyn þess, að sálmabókin 1945 verði endurprentuð, svo a kostur sé á notkun hennar. Þeir, sern eiga heilleg eintök hennar, cettu Þ° ekki að farga þeim eða týna ulTI sinn. — Bœnabókin, sem fylgir' ^ þörf og góð. Helzt er hún þa 0 orðmörg. — — G.ÓI-Ó Skálholfsskóli að nýju Svo mœtti viðast af hefti þessu, að of fótt beri til tíðinda í kirkju vorri, einkum í Skálholtsstifti. Því fer þó fjarri, að svo sé. Annáll Skálholts frá liðnu sumri gœti t.d. orðið all-fyrirferðarmikill, en vegna rúmleysis verður hann og fleira að bíða betri tíma. Einu getum vér þó ekki þagað yfir. Skóli mun tekinn til starfa ' Skálholti að nýju, er línur þessar koma fyrir augu lesenda. Þegar þetta er ritað, er ákveðið, að hann skuli hefjast í kyrrþey sunnudag 15. október þessa árs. — Skólastjórinn, sr. Heimir Steinsson, kýs að hljótt verði um starf þetta fyrst um sinn, því að hér er aðeins um að rœða lítinn vísi og vilraun. Engu að síður má atburðinn til tíðinda telja. Hann er fagnaðarefni og tilefni fyrirbœna. — 244

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.