Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 60

Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 60
myndir frá Nýja-íslandi. Árið 1975 er aldarafmœli Vestur-íslendinga- byggðar í Kanada, en í Gimli er minnisvarði um komu fyrstu land- nemanna þangað 1875. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur predikaði á kirkjudeginum. Kirkjukór- inn söng undir stjórn Kristjáns Hjart- arsonar. Gestur Guðmundsson söng einsöng við undirleik Sólveigar Sö- vik. I messulok söfnuðust kirkjugestir saman fyrir framan kirkjuna og var þá hylltur fáni á 7 metra hárri stöng, sem blakti þar í fyrsta sinn og bar við þakbrún kirkjuturnsins. Kvenfélag Höskuldsstaðasóknar heim- sótti Héraðshœlið á Blönduósi dag- inn áður og veitti vistmönnum góð- gerðir. Söngflokkur Vökumanna söng mörg lög undir stjórn Kristófers Krist- jánssonar við mikla hrifningu fólks- ins. Rœðu flutti prófastur. Formaður kvenfélagsins er Geirlaug Ingvars- dóttir, Balaskarði. VESTSMANNSVATN Vestsmannsvatn tók til starfa I sum- ar, 19. júní og voru fimm námskeið fyrir börn á aldrinum 7—13 ára. í hverjum flokki voru 45—55 börn og var mikil aðsókn og námskeiðin full- setin, sennilega aldrei meiri. Þetta er áttunda árið, sem sumarbúðirnar starfa. Vestmannsvatn er stofnun, sem Æskulýðssamband kirkjunnar hefir byggt upp og í sumarbúða- nefndinni eru sr. Sigurður Guðmunds- son prófastur, formaður ÆSK, séra Birgir Snœbjörnsson og Gylfi Jónsson, stud. theol. Fánahylling að Vestsmannsvatni. Sumarbúðastjóri á þessu sumri v°r eins og í fyrra, Pétur Þórarinsson, stua- theol, en honum til aðstoðar Magnú5 Aðalbjörnsson, gagnfrœðaskólakenn- ari. Fjórar stúlkur störfuðu i eldhús' og ráðskona var Hólmfríður Jónsdótt- ir, Fagraneskoti. — Henni til aðstoðnr var Kristín Ketilsdóttir. Handavinnukennari var Gunnhildur Ásgeirsdóttir. Einnig störfuðu Gu^ finna Stefánsdóttir og Ósk Þorgrím5^ dóttir. Tvœr 13 ára stúlkur vorý sumar sjálfboðaliðar við starfið, Ás| hildur Magnúsdóttir og Harpa Ha dórsdóttir. Gœttu þœr barnanna, eP þœr hafa verið í búðunum mörg un anfarin ár. Á Vestmannsvatni var œskulýó5 mót 19.—20. ágúst, og þá var °9 250

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.