Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 72

Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 72
ir vígslubiskup Skálholts aldrei. Hvað messusönginn sjálfan snertir, þá er hann aðeins lítið sýnishorn af þeirri tónmennt Vesturkirkjunnar, sem kennd er við Gregoríus páfa hinn mikla. Hér eru aðeins farin örfá fet á mikilli víðáttu. Þótt gregoríanskur kirkjusöngur sé mikill að vöxtum, þá býr hann yfir tilbeiðslu í hverjum tóni. Það er ekki sérálit mitt, heldur samhljóma dómur allra þeirra, sem nenna að leggja það á sig að lœra Gregorslag og iðka það i eigin tiI- beiðslu. Síra Sigurði hefur, þegar til heildar er litið, tekizt vel með valið á messu- söngvunum við föstu liðina, þar eð i heild eru þeir með blœ Grallarans. Þá er það sérlega lofsvert, að í bók- inni skuli sýnt, hvernig Gregorslag er transpónerað og melismum fœkkað. Það kemur sér vel fyrir byrjendur. Þeim er syllabiskur söngur mun auð- veldari, nema því aðeins, að þeir séu hraðlœsir á nótur. (Sjá t.d. prœ- fazíurnar á bls. XIV og XVIII. Sú fyrri er transpóneruð). Grallarinn er merkilegra plagg i kirkjulegum tónbókmenntum en margur vill vera láta. Söngur hans er afskaplega vakur, þannig a^ sama lag getur rambað á milli t°n' tegunda. Dœmi um það er Intróítus bókarinnar, en hann er einmitt tek- inn af Grallaranum. Hann er rnixo- lydiskur með frygisku upphafi. Þann- ig virðist Gregorslag hafa tekið sma sérstöku stefnu á íslandi. Sú stað' reynd œtti að vera Grallaranum n lofs en ekki lasts. Yfir honum ei þjóðlegur blœr og þýður, en einnig alþjóðlegur, þar sem í honum birtist islenzk grein af Gregorssöng. Ég hygg það með ráðum gert hja vigslubiskupi Skálholts að velja la9' in í messubókina með þeim hcetti/ sem hann gerir, að velja í hana |S lenzk lög, sem þó hafa upphaf og rót í söngarfi hinnar almennu kristni. Heila hafi hann þökkina fyrir fr0(V& takið. Megi honum enn auðnast a auðga litúrgiskar bókmenntir |S lenzkrar kristni. — Sigfús J. Árnason, Miklabce Hvað syngja skuli ------Guð hann gefi, að vér kynnum með hjartans þeli og sannri viðurkenningu vorrar samvizku sem oftast þá ágœtu sálma og lofsöngva með höndum að hafa, bœði innan kirkju og utan, en þó sérdeilis í kirkjusöfnuðinum og lœrum að skynja það, að vér stöndum þar í Guðs og hans heilagra engla augliti. Og hversu oss varðar þar um miklu, að gjöra þvílíka Guðs þjónustu af hjartans auðmýkt og sönnu lítillœti í kristilegum einfaldleika, svo vor bœn og þakkar- gjörð, hymnar og lofsöngvar megi Guði þóknast og vera kristilegri kirkju og þeirri heilögu embœttisgjörð til prýði og virðingar.------- — Úr formála Odds Einarssonar, biskups, sjá bls. 230. 262

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.