Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 88

Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 88
vora, áður en vér höfum beðið um það eða hirt um það, meira að segja, meðan vér framgengum enda- laust i syndum? Af því leiðir: Úr því að Kristur dó fyrir oss, meðan vér vor- um enn syndarar, hve miklu fremur verðum vér þá hólpnir fyrir hann, þegar vér erum nú réttlœttir fyrir hann? Og úr því að vér komumst í sátt við Guð fyrir dauða sonar hans, meðan vér vorum enn óvinir hans, hversu miklu fremur munum vér varðveitast fyrir líf hans, nú, þegar vér erum komnir í sátt. Sjá, svona verður þú að grópa Krist í hjarta þitt og sjá, hversu Guð auð- sýnir þér miskunnsemi sína án allra verðleika frá þinni hálfu, og ausa traustinu á fyrirgefningu synda þinna af þessari mynd náðar hans. ÞesS vegna byrjar trúin ekki með verk- unum. Þau skapa hana ekki heldur, en hún verður að streyma upp aF blóði, benjum og dauða Krists. Þegar þú sérð, að Guð er þér svona náð- ugur, að hann gefur jafnvel son sinn fyrir þig, hlýtur hjaria þitt að verða snortið og fyllast elsku til Guðs, °9 þá hlýtur traustið að spretta upp a^ einskœrri gœzku og elsku, Guðs '' þín og þinni til Guðs. Þannig höfam vér aldrei lesið, að neinn hafi öðlasf Heilagan anda fyrir verkin, heldur þegar þeir heyrðu fagnaðarerind' um Krist og miskunnsemi Guðs. Þv' að Kristur er kletturinn, sem af drýp ur olía og hunang, eins og se3" í V. Mós. 32. — (Frh,) Hvaða sálimum hafna skuli — — Þar fyrir eigum vér aS forleggja alla þá söngva eður sálma, sem ekki eru Guðs Orði samhljóðandi og alla þá, sem fánýtir eru og ekki neitt inni halda utan tóm orð, en enga skil- merkilega góða grein né undirstöðu hafa, svo samvizkan kunni þar af að betrast. — — -— Úr formála Odds Einarssonar, biskups, s|á bls. 230. 278

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.