Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 89
Sr. SIGURÐUR PÁLSSON, vígslubiskup:
Um helgisiði
^ltarisdúkar
^yrsta heimild um altarisdúka, sem
er, er í sýrlenzku riti frá þriðju
°ld og nefnist það „Tómasar aktar".
^®sta heimild er frá síðari hluta
fimmtu aldar og kallast það rit „Hin
^°stullegu Fyrirmœli". Þótt ekki finn-
lst fleiri heimildir um þetta frá svo
'°n9u tímabili, má ekki álykta af
^v'/ að dúkar hafi ekki tíðkast. Senni-
'e9t er, að þeir hafi verið notaðir
^r° upphafi.
Elztu he imildir, sumar ritaðar og
nðrar af myndum, sýna, að notaður
efur verið stór, hvítur dúkur, sem
e ' út af altarinu á allar hliðar og
naði ncerri til gólfs, Snemma var tek-
prýða dúka þessa með út-
SQumi og blúndum. Þá stóð altarið
e^i við vegg, heldur sem nœst í
^'ðium kór kirkjunnar. Síðar breytt-
'st þetta á ýmsa vegu, einkum við
að altarið var fœrt að vegg
e9 lögun þess varð önnur. Dúkarnir
reVttust í lögun og þeim var fjölgað
U UPP í fimm eða jafnvel meira.
e9lur um þetta hafa oft verið sett-
ab en aldrei hafa þœr orðið alls-
a®andi nema fyrir takmörkuð svœði
, ^ bá einkum biskupsdœmi eða
Qndshluta.
ekl^2tU ^u^ar voru l3r'r' a^rir skipta
' rnáli hér. Hinn fyrsti þeirra
nefndist VÍGSLUDÚKUR. Hann var lát-
inn á altarið strax og vígslu þess
var lokið og var hafður á því œ
síðan. Sá dúkur var úr grófu og
sterku efni. Ekki var hann skreyttur
nema sá jaðar hans, sem féll niður
af framhlið altarsins. Oft var sá jaðar
úr öðru og fínna efni. Hann var
prýddur vefnaði, útsaumi eða málm-
skrauti. Var hann 15 til 25 cm breið-
ur og nefndist altarisbrún (superfron-
tale). Gegndi altarisbrúnin sama hlut-
verki og hinar breiðu blúndur altaris-
dúka þeirra, sem nú eru notaðir, að
prýða brún altarisins og hylja fest-
ingar altarisklœðisins undir borðbrún
altarisins. Þessir dúkar hafa verið til
fram að þessu í ýmsum kirkjum hér
á landi. Þeir eru hafðir á altarinu
alla daga, til þess að altarið sé ekki
eins og yfirgefið, þó að ekki sé
messa. Altarið er alla tíma bcenar-
staður og eins þótt engin messa sé.
Annar dúkurinn nefnist ALTARIS-
DÚKUR. Hlutverk hans við messu-
gerðina er hið sama og borðdúks á
veizluborði. Hann er ávallt hvítur og
venjulega úr lérefti. Algengastar eru
tvœr gerðir. Onnur gerðin er sú, að
hafa sjálfan dúkinn jafnstóran altar-
isplötunni með viðfestum blúndum,
sem hanga fram af brúnum altaris-
279