Jörð - 01.05.1945, Side 7

Jörð - 01.05.1945, Side 7
JORÐ 5 l'ánnst syndamælir Nazistanna í'ullur og nauðsyn að hefjast handa. Viðnám Dana hefur verið með tvennum hætti. Þeir hafa hvað eftir annað með almennum og órjúfanlegum sam- tökum neytt þýzku herstjórnina og Gestapo til þess að draga klærnar inn í bili. Og þeir hafa háð sinn skæruhernað, — í landi, sem er einstaklega illa til slíks hernaðar fallið, — með fífldjarfri og vel skipulagðri skemmdarstarfsemi og síðast með götubardögum í Kaupmannahöfn. Við höfum heyrt fregnir af því, að grimnniðugar S.S.-sveitir, með vélbyssur og fallbyssur, hafi séð sér þann kost vænstan að hörfa frá strætisvirkjum, sem lítt vopnaðir borgarar í Kaupmannahöfn voru albúnir að verja fram í rauðan dauðann. Við höfum heyrt um menn, sem hafa beitt tómum, dönskum bjórflöskum móti þýzkum sprengi- kúlum. Nú er landið stjórnlaust með öllu. Enginn danskur kvislingur, sem boðlegur væri til þess að hafa fyrir lepp, hefur komið í leitirnar. Það fer hrollur um okkur, þegar við hugs- um til þessarar þjóðar, sem fyrir rúmurn fjórum árum bjó við almenna hagsæld, vellíðan og öryggi, en nú er í iðu slíkrar örþrifabaráttu, rænd og rúin, jafnvel soltin, klæðlítil og elds- neytislaus, fyrir utan allar verri píslir, sem einstaklingar liafa orðið að þola. Samt sem áður höfum við gildar ástæður til þess að halda, að einmitt síðasta árið, frá því er Danir risu öndverðir gegn Þjóð- verjum, létu sverfa til stáls í stað þess að þreyja þolinmóðir, hafi þeir í rauninni verið hamingjusamari þjóð en fyrstu ár her- námsins. Miklu skiptir, að þeir hafa hlotið meiri virðingu annarra þjóða, jafnvel af hálfu Þjóðverja, en meðan þeir reyndu að láta sér semja sem skást við svívirðuna. Samt varðar langmestu, að nú finna þeir, að þeir eru trúrri sjálfum sér og hafa sannað sjáll'um sér, hvers þeir eru megnugir, þegar þeir beita sér. Eg vona, að sem flestir áheyrenda minna hafi lesið eða eigi eftir að lesa bókina Við Babylons fljót eftir síra Kaj Munk, sem var gerð upptæk í Danmörku, en er nýlega komin út í agætri íslenzkri þýðingu. Ræðurnar í þeirri bók eru allar samdar fyrir árslok 1942, meðan allt virtist með sæmilega kyrr- um kjörum í landinu. Kaj Munk svipaði til sumra spámanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.