Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 23
JÖRÐ
21
°g góð sambönd. Hann heimtaði af stjórnéndum safnsins, að
þeir gæfu út bókaskrá. Bókaskrá var prentuð og send honum
°g óskað, að liann dreifði henni til safna og safnsvina erlendis.
Skráin var illa gerð, og tætti Jón Sigurðsson hana sundur í
Nýjum félagsritum. En Rafn skrifaði hingað vinum sínum í
fullri einlægni, að þeir skyldu reyna að láta notendur á ís-
landi liafa gagn af skránni, en gæta þess, að ekkert eintak bær-
ist út fyrir iandsteinana, svo að hún yrði ekki skipulagshæfni
og vandvirkni íslendinga til óbætanlegrar smánar og Lands-
bókasafninu til tjóns. En þennan vitnisburð um bæklinginn
k'aðst Rafn ekki ætla að útbreiða utan íslands. Þannig voru
hin hispurslausu og ákveðnu afskipti hans til hinztu stundar,
ni. a. um fjárreiður safnsins.
Það orð var á Rafni snennna, að honum væri einkarsýnt um
að koma áfram fornritafélagi sínu og sjálfum sér. Hann hlaut
i)æði danska og íslenzka öfundarmenn. Miklar ritdeilur stóðu
í Höfn 1830—’32 út af ritdómi, sem talið er, að danskur maður
liafi gert með aðstoð íslenzks stúdents, um þýðingar Rafns á
Jómsvíkingasögu og Knytlingasögu. Borið var á Rafn, að hann
væri hroðvirkur og skildi ekki íslenzku nógu vel. Aðfinnslurn-
ar voru sumar réttar, sumar rangar og nokkrar smásmugleg-
ar. Rafn reiddist, en Rask þó meir fyrir hönd vinar síns, og
svöruðu þeir fullum hálsi. Höfundur ritdómsins faldi sig, svo'
að ábyrgðin lenti öll á íslenzkum stúdentum, sem grunaðir
v°ru um að hafa þótzt fá oflítið fyrir vinnu sína við útgáfur
fornritafélagsins. Baldvin Einarsson gekk þá fram fyrir skjöldu
móti þeim Rask og Rafni. Virtist hér vera urn það að tefla,
hvort það ættu í framtíðinni að vera íslenzkir menn eða er-
lendir, sem þýddu íslendingasögurnar á önnur mál. íslend-
mgar í Höfn stóðu allir Baldvins megin nema Finnur Magn-
nsson. Og svo sárt varð þetta Rask, að hann neitaði að vera
forseti Bókmenntafélagsins. Og Rafn lét Landsbókasafnið af-
skiptalaust í hálft annað ár, unz Krieger stiftamtmaður bað
óann í öllúm bænum að hjálpa því.
Þótt málstaður Baldvins væri í mörgu réttur, fann hann brátt,
að ádeila hans kom ómaklega niður. Sættir tókust nokkru fyrir
dauða Rasks. Og eftir það lét Rafn sem ekkert hefði í skorizt.