Jörð - 01.05.1945, Síða 25

Jörð - 01.05.1945, Síða 25
JÖRÐ 23 B. O. B.: VORMENN ★ EGAR ritstjóri JARÐAR var stúdent úti í Kaupmannahöfn, tók hann þátt í 1 norrænu stúdentamóti, sem haldið var í Finnlandi sumarið 1914, þremur til fjórum vikum áður en ófriðurinn mikli skall á. Hann var eini íslenzki stúdent- inn á þeim mikla og undurfagra fundi, er stofnaður var félagsskapur, sem var nokkurs konar fyrirrennari Norræna Félagsins og nefndist Norræna Stúdenta- sambandið. Var lítið eitt sagt frá fegurð þess fundar, eins og liún kom hinum unga íslenzka stúdcnt fyrir sjónir, í greininni „Súómí" í 1. hefti 1. árgangs JARÐAR. íslendingar höfðu aldrei áður sinnt þessari norrænu stúdentahreyf- ingu og það kom fundarmönnum því nokkuð á óvart, er hinn umboðslausi ís- lenzki unglingur fór fram á, að þjóð hans væri ætlaður sami réttur til að mynda sjálfstæða deild í Sambandinu og hinum, þjóðunum fjórum, með sömu þátttöku í miðstjórn. Fáeinir danskir stúdentar mótmæltu, studdir einum norskum, undir forustu hins glæsilega, skáldmælta Ole Björn Kraft, er seinna varð meðal þjóð- þingsmanna íhaldsflokksins danska. Þá var það, að aðalforingi dönsku stúdent- anna á mótinu, Kristian Lambek, reis upp og hvessti sín fránu, fögru augu á þessa landa sína, er honum fannst koma því upp um sig, að þeir skildu ekki hina norrænu hugsjón, og jafnvel vera landi sínu til nokkurrar minnkunar frammi fyrir bróðurþjóðum, og sagði þeim skýrt og skorinort, að íslendingum bæri þessi réttur og að þeir skyldu fá hann og að hann sem Dani, nokkurs konar eldri uppeldisbróðir íslendingsins, vildi mælast til, að hinum yngsta bróður væri veittur jafn réttur við hina. Snerust nú flestir hinna dönsku stúdenta til fylgis við málstað íslendinga, og mun jafnrétti vort ekki hafa verið vefengt eftir það innan vébanda Norræna Stúdentasambandsins, er m. a. dró upp fána vorn fyrst allra utan endimarka íslands á norræna stúdentamótinu í Lundsberg í Vermalandi sumarið 1917. Þremur missirum seinna, eða svo, var haldinn fundur í Studenterforeningen, félagi íhalds- og þjóðrækni-sinnaðra stúdenta og var það jafnframt langöflugasta stúdentafélag Kaupmannahafnar yfirleitt. Þar hafði hinn kunni prófessor Knud Berlin framsögu og rengdi að vanda rétt íslendinga til fullveldis, og ýmsir aðrir fæðumenn rengdu getu vora til að lialda uppi fullvalda menningarríki, er ekki yrði þjóðinni sjálfri fremur til háðungar en heiðurs. Þá reis upp leiðtogi ungra stúdenta, íhalds- og þjóðrækni-sinnaðra, Kidde að nafni, maður mjög dáður í sínum hópi um þær mundir, og varði hinn íslenzka málstað með þeim skörungs- skap, sem honum var laginn. Út frá sinni eigin þjóðrækni og sínum samnorrænu sjónarmiðum skildi þessi ungi mcnntamaður sögulegan og siðferðilegan rétt ís- lenzku þjóðarinnar til að ráða sér sjálf og þörf norrænnar samvinnu fyrir sjálf- stæða þátttöku íslands. Það mun hafa verið á vetrinum 1917—1918 — heldur en veturinn fyrir — að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.