Jörð - 01.05.1945, Page 26

Jörð - 01.05.1945, Page 26
24 JÖRÐ Olc Björn Kraft og þrír þjóðræknisinnaðir stúdentar aðrir gengust fyrir „al- mennum borgarafundi" í Grundtvigs Hus út af íslandsmálunum. Auðvitað sýndi fundurinn ekki neitt meðaltal af dönsku hugarfari gagnvart íslandi, heldur veiddist, til slíkra funda, aðallega froðan ofan af þjóðinni, ef svo mætti segja, — buslara-afbrigði þjóðræknisinnaðra manna. Þarna var fjöldi jacketklæddra broddborgara — ég var líka „á jacket", það er ekki þar fyrir! —, og sjálfsagt yfir- leilt vel metnir menn, en er þeir voru þarna samankomnir, uppspanaðir af ein- hliða ræðum, varð samfélag þcirra að æsingafundi, er litlu tauti varð við komið'. Þá var það undir fundarlok, að fram kom alkunnur ungur stúdent, þá orðinn arftaki Kiddes sem átrúnaðargoð íhalds- og þjóðræknisinnaðra ungra stúdenta, maður, er setið hafði í miðstjórn Norræna Stúdentasambandsins og hafði þá, í græskulausu gamni, hlotið hið Eddu-prúða uppnefni, Hengikjöftr, af hálfu hans, er þessar línur ritar. Maður þessi var nú samt þegar þá dáður um alla Danmörku og orð hans máttu sín mikils. Og hann tók upp merkið, er Kidde hafði svo drengilega á loft brugðið, og hann snerti nteð merkisstönginni hinn út- blásna belg þessa æsingafundar og hleypti vindinum út. Og búið var það. — Móðir mín var á fundinum og hefur einatt síðan minnzt þessarar hugrökku en rólegu og markvissu framkomu, cr sýndi á svo látlausan hátt þá skynsemi og sanngirni, sem raunar hefur ávallt búið dönsku þjóðinni í brjósti, þó að al- mennar sögulegar og landfræðilegar kringumstæður gerðu þessum ciginleikum löngum erfitt fyrir að ráða afstöðunni til Islands. Mér hefur líka orðið maður þessi minnisstæður. Nafn hans cr J. Christinas Möller. LAMBEK, Kiddc og Christmas Möller voru vormenn með dönsku þjóðinni í af- stöðu hennar til íslands. Eftir vor kemur sumar. Eftirfarandi grein hins síðastnefnda, er hann, af vinsemd sinni og.þjónustulund við háar hugsjónir, gcrði sér það ómak að skrifa fyrir Jörð í önnum, er flestum Islendingum mundi hafa þótt ærnar til afsökunar, sýnir með svo mörgu öðru, stærra og smærra, að sumarið er komið. — Islendingar fagna honum sem utanríkismálaráðherra. Fáni íslands dreginn að hún í fyrsta sinn erlendis (á norræna stúdenta- mótinu á Lundsbergi 1917). Sigfús Halldórs frá Höfnuin dregur upp fánann. Sveinn Jóns- son (sbr. t. d. „Islenzk- ur aðall" eftir Þór- berg) sést betur; licld- ur á flötum stráhatti og staf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.