Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 35
JÖRÐ
33
og hann fór að spyrja mig, hvað þessi sjór héti, sem við nú
værum í. Ég var auðvitað á „hvínandi gati“. En nú var enginn
landafræðistími, heldur var ég að komast út í löndin sjálf — og
fór að skilja, hverjar afleiðingarnar væru af því að svíkjast um
við lesturinn og fór að skammast mín fyrir það, enda þótt hinn
ágæti skóiamaður sleppti nú öllum ávítum. En ég held, að
Morten Hansen liafi orðið dálítið lireykinn af mér, þegar
hann heimsótti mig í Hróarskeldu, þremur mánuðum síðar,
og heyrði mig þá tala dönsku eins og ég væri þarlendur maður.
Skoðun mín á Danmörku fór strax að breytast til hins betra,
þegar við nálguðumst strendur Norður-Sjálands og héldum
inn í Eyrarsund. Það var eins og að vera kominn inn í ein-
hvern blíðan ævintýraheim: Samhangandi skógarlundir með
fögrum byggingum, margar þeirra voru með rauðum þökum
eða veggjum, sem fóru svo yndislega vel við skógarlaufið. Svo
fjarlægðumst við ströndina, með Krónuborgarslot að baki, og
lirátt var „kóngsins Kaupmannahöfn" framundan. Margir ís-
lendingar, sem til Danmerkur liafa farið, hafa staðnæmzt þar
og ekki farið lengra og hugmyndir þeiiæa um Danmörku og
Dani verið bundnar við Hafnarbúa. Ég hélt burt frá Kaup-
mannahöfn; var fyrst í gömlum, fornfrægum bæ, Hróarskeldu,
en fór síðan um mikinn hluta Danmerkur og kynntist landinu
og fólkinu í borgum og sveitum.
FRÁ landfræðilegu sjónarmiði er Danmörk láglendi. Þar er
engin hæð svo há, að hún nái 180 metrum yfir sjávarmál.
Þó er landið svo tilbreytingarríkt og fjölskrúðugt, að furðu má
telja, ýmist slétt eða mishæðótt og sums staðar jafnvel dálítil
„fjöll“ úr hvítleitu kalki, stórfengleg borin sarnan við slétturn-
at' í nánd. Hinar bröttu hæðir Jótlands og hæðir og daladrög
Norður-Sjálands eða Suður-Fjóns, vaxnar lyngi eða skógum,
sem spegla sig í lygnum vötnurn, eiga varla víða sinn líka í
veröldinni. Smápollar eru þar tíðir, eftir bráðnaða jaka frá ís-
aldartímunum, og eru nú skreyttir yndislegasta gróðri, sem
hugsast getur, þar sem nykurrósin teygir blómin bleikrauð og
bvít upp yfir vatnsflötinn. Urn allt eru frjóir akrar í regluleg-
nm teigum, ýmsa vega litir eftir árstíðum; á gömlum landa-
3