Jörð - 01.05.1945, Síða 38
36
JÖRÐ
birtan þó í gegn með fágætri fegurð, allt svo skært í óteljandi
tilbrigðum hins sarna, græna litar eftir fjölda laufblaðanna,
sem geislinn fer í gegnum. Þó að skógarnir séu fagrir á vorin,
þá á haustið enn meiri litadýrð, einkum þar sem margar trjá-
tegundir ltlandast saman. Gult og rautt, grænt, brúnt og l)lá-
rautt titrar í blænum og rennur saman í stórkostlegt samræmi,
til augnagleði fyrir alla, sem þess mega njóta. Hér og þar í
rjóðri má sjá æfaforn eikartré, með geysidigrum stofni, sem
eru stundtim holir innan af elli — og er það ekki að furða, þar
sem aldur þeirra sumra er jafn hár og aldur íslandsbyggðar.
Vel mætti halda, að sumar eikurnar væru fremur úr ævintýr-
um H. C. Andersen en úr veruleikanum. — Aftur eru minning-
arnar að draga mig burt frá efninu.
Víðáttumiklar sléttur, hæðir, daladrög, eyjar, sund, vötn og
skógar, allt iðandi af Hfi og athöfnum. Það er gamla Danmörk,
sí-ung og brosandi. Á víð og dreif um gervallt landið eru býli
smábænda og stórbænda, og hér og þar eru „herragarðar",
sem aðallinn, greifar og barónar og aðrir „herramenn", reisti á
miðöldum og upp úr þeim. Væri það ærið efni í heilt hefti
eins tímarits að segja frá einum þeirra. Hver og einn rauður og
gulur tígulsteinn í veggjum þeirra gæti sagt sína sögu um
svitadropa almúgamannsins, bóndans, sem var ánauðugur
þræll herramannsins um aldaraðir. En nú er það band löngu
leyst og við stöndum fullir aðdáunar gagnvart hinum fögru
byggingum gömlu meistarannna.
EN HVERNIG skal lýsa þeiiæi þjóð, sem byggir þetta lág-
lendi á eyjum og skögum við hin grænu sund, í fáum
orðum? Ég veit það ekki. En kynni mín af Dönurn voru flest á
einn og sama veg, sem ljúft er að hugsa til. Friðsamir, starfs-
samir og oftast glaðlyndir menn og konur. Skapfastir og fágað-
ir í háttum sínum, með grónar venjur, eins og gefur að skilja
um þjóð, sem er rótföst í landi með tíu þúsund ára menning-
arsögu að baki. Þjóðarvitundin var sterk og tilfinningin gagn-
vart ættjörðinni, enda er ómælt það blóð, sem þeir hafa orðið
að fórna henni til varnar gegn utanaðkomandi óvinum fyrr
og síðar.