Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 49
JÖRÐ
47
hafði komizt í kynni við. Það var eiginlega ómögulegt að gera
honum til hæfis. Hann hundsaði okkur og lét stóryrðum og
skömmum rigna yfir okkur sí og æ. Félagar mínir tóku þessu
öllu með smá-kýmni og létu sem ekkert væri. Á mig verkaði
það allt öðruvísi — og eiginlega sauð alltaf í mér löngunin til
að gera karlinum einhverntíma full skil. — Samt stillti ég mig
og sagði aldrei neitt. Þannig liðu nokkrir dagar.
Einn dag vorum við að vinna að útskipun í talsverðri rign-
ingu. Ég vann ásamt nokkrum öðruni niðri á liafnarltakkanum
og lagði kaðallykkjurnar um tunnur, sem lialaðar voru um
horð. Þegar kaðlarnir blotnuðu, vildu hlaupa á þá snurður, og
tafði það verkið. Verkstjórinn stóð á þilfari og hallaði sér
út yfir öldustokkinn, senr gnæfði fulla mannhæð yfir liafnar-
bakkann. Hann var í versta skapi og skipaði fyrir með eintórn-
um stóryrðum, sem hann sérstaklega beindi að mér, því að
hann taldi mig vera valdan að, þegar snurður hlupu á kaðlana.
Lengi þagði ég. En loksins „rann íslenzka sinnið á mig“, eins
og félagar mínir komust að orði eftir á, og ég kallaði upp til
hans: „Haltu kjafti, þarna nppi, og liugsaðu um það, sem þar
er — ég sé um þetta hérna-“ Karlinn lioppaði eins og eldi-
brandur upp á öldustokkinn og hrópaði: „Þorirðu að bíða eftir
mér?“ — eins og liann kvað á. — „Þegar ég kem niður, skal ég
gera úr þér plokkfisk!" Og án þess að hika stökk hann niður.
Mér þótti það reyndar frækilega gert, því að hátt var niður og
steinleggingin, sem hann varð að fóta sig á, sleip, en maðurinn
þungur og nokkuð við aldur. Honum skrikaði samt ekki fótur,
og á næsta augnabliki var hann kominn að mér með reiddan
hnefann. Þannig stóð hann víst í fulla mínútu og hvessti á
naig augun. Ég liorfði á móti. Ég var satt að segja svo reiður,
að ég varð að taka á öllu, sem ég átti til að fljúga ekki á hann.
„Nú?“ sagði verkstjórinn svo. Ég þagði og beið átekta, og enn
horfðumst við í augu um liríð. Allt í einu snerist hann á hæli,
gekk hægt að landgöngubrúnni og þrannnaði álútur upp á
skipið aftur. Vinnan hélt áfram og gekk nú betur en nokkru
sinni. Allir virtust eins og vera komnir í léttara skap. Hlátur-
inn ýskraði í strákunum allt í kringum mig, en ég gaf því lít-