Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 56
54
JORÐ
Eyjabúum í þessum efnum, stafi þó ekki af eiginlegum eðlis-
mismun hjá þessum tveim hlutum þjóðaiinnar, heldur eigi
rætur sínar að rekja til mismunandi staðhátta og atvinnuhátta
til forna. Á hinu frjósama akurlendi eyjanna var bóndinn fyrst
og fremst jarðræktarbóndi og kornyrkjan aðalstarf — kvikfjár-
ræktin meira til heimilisþarfa einvörðungu. Auk þess var kosti
bændanna á eyjunum ólíkt meira þröngvað en stéttarbræðra
þeiiTa á Jótlandi af ánauð aðalsmanna — einkum þó með átt-
hagafjötrunum, eftir að Jreir komust á. Á Jótlandi voru akur-
löndin víðast hvar lítil og ófrjó, meðan ræktunaraðferðir voru
frumstæðar, en engi og beitilönd miklu meiri. Kvikfjárræktin
varð því Jnar aðalgrein búskaparins. Józkir bændur og stór-
jarðeigendur ólu upp og verzluðu með hesta og uxa öldunt
saman bæði innbyrðis og suður á bóginn við Hollendinga og
Þjóðverja. Á liinum miklu kaupstefnum Jrar syðra lærði Jótinn
að verzla, og hinar löngu ferðir gegnum ókunn liéruð, er Jreir
ráku uxahjarðirnar alla leið suður í Þýzkaland, vöktu hjá þeim
löngun til breytinga og til aukinnar framtakssemi, gerði þá
ódeigari við að beina huganum inn á nýjar brautir. Áhrifa frá
Jressu mun og gæta á öðrum sviðum. Sennilega er Jrað engin
tilviljun, að margir helztu stjórnmálamenn og skáld Dana hafa
verið Jótar.
IBÓK sinni, „Den moderne mennesketype" (Kristiania 1917),
gagnrýnir dr. Konrad Simonsen landa sína með talsverðri
skerpu. Segir hann þar meðal annars eitthvað á þá leið, að
brjótist Danir út fyrir Jrann þrengsta hring kennda, sem hann
telur þeim sérstaklega eiginlegar, glettnina, það angurblíða og
milda, já, jafnvel þó ekki sé annað en að þá skorti líkamlega
vellíðan, Jrá verði Jreir fýldir, siðferðislega Jrröngsýnir, ofstæk-
isfullir, ruddalegir og öfundsjúkir. Telur hann, að þetta komi
af einhvers konar andlegri útlegð, sem þeir þá séu komnir í, og
auðvitað hefni það sín. — Nú skyldi maður ætla, að slíkur
fræðimaður, sem þarna er um að ræða, þekki landa sína betur
en ég, og það megi því teljast nokkurs konar bíræfni, ef ég
færi að andæfa skoðunum hans. Mér dettur Jrá heldur ekki í
hug að efast um, að til séu einstaklingar meðal dönsku þjóðar-