Jörð - 01.05.1945, Síða 68
66
JÖRÐ
„beiska baráttu norrænu þjóðanna" og viðnám þeirra gegn er-
lendri íhlutun.
Svíar hafa allra erlendra þjóða bezt tækifæri til þess að fylgj-
ast með málum Dana. í „Sydsvenska Dagbladet" 7. júní 1942
birtist grein, sem kölluð var: „Sá'l Danmerkur". Þar er talað
um það ómetanlega hagræði, að í fararbroddi sínurn eigi Danir
hinn mikilhæfasta foringja, konunginn. Þjóðin fylgi honum
og lilýði. Þegar í odda skerst, er Jjað álitamál, hvort undan á að
síga eða láta skríða til skarar. Þá mæni allra augu fyrst og
fremst til konungs. Þótt látið hafi verið undan síga stundum,
t. d. þegar tundurspillarnir voru teknir, hefur engin tilslökun
komið til greina, |)egar um var að ræða framtíðarsjálfstæði
landsins og frelsi Jress inn á við og út á við. Blaðið segir, að í
Svíþjóð fylgist menn með því af miklum áhuga, hverju fram
vindi í Danmörku. Svíar dáist að þeirri kuldalegu en kurteis-
legu rósemi, sem einkenni framkomu allrar Jrjóðarinnar, þegar
rnest á reyni. Danska þjóðin hafi sýnt það, að menning hennar
sé svo bjargföst, að ekkert stórveldi kollvarpi henni. Hverri
þjóð sé ekkert mikilsverðara en Jrað, að varðveita sál sína, og
Jjað hafi danska Jjjóðin gert. — Loks minni ég á ummæli úr
„Dagens Nyheter" í Stokkhólmi, Jjar sem blaðið segir, að
danska og sænska Jjjóðin hafi aldrei verið eins nátengdar og
einmitt nú.
Þessar sænsku skýringar á Jjví, hvernig umhorfs er í Dan-
mörku, eru athyglisverðar. Þær eru í samræmi við orð Fibigers
kirkjumálaráðherra, í ræðu, sem hann hélt á grundvallarlaga-
deginum 1942: að Jrað væri ekki á annarra Jjjóða valdi en
þeirra, sem ættu þroskaða stjórnmálamenningu, að stíga spor-
ið úr flokkadráttum yfir í Jjjóðlega einingu, eins og Danir hafa
gert og varðveitt um leið með festu gamlar grundvallarreglur
sínar.
En þessi sænsku ummæli, sem ég nefndi, eru einnig, þó að í
öðru formi sé, í fullu samræmi við Jjýzkar skýrgreiningar á
ástandinu í Danmörku. Til dæmis hefur Erwin Hilck, hinn
Jjýzki forstöðumaður norsku fréttastofunnar og vildarvin
Ribbentrops, skrifað athyglisverða grein í „Deutsche Monats-
Iiefte in Norwegen" og segir þar m, a.: „Menntamennirnir í