Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 72
70
JORÐ
af því að ekki hefur í ár verið unnt að láta greipar sópa um
neitt nýunnið land. Svo er skorturinn á mannafla, vegna þess,
hve mörgum hefur blætt út í Rússlandi og vegna þess, hve her-
nám undirokaðra þjóða er fólksfrekt. Loks er svo vaxandi ó-
vissa um sigurinn, en hún veldur auknunr kvíða og ugg hjá
herjunum, sem. hingað til hafa verið sigursælir, og hjá stjórn-
endum þeirra. Svo er ískuldinn í viðmótinu í öllum hernumdu
löndunum og hinar sífelldu laun-árásir — allt þetta „tekur á
taugarnar“ og veikir siðferðilegan viðnámsþrótt þýzku her-
mannanna.
Þegar alls þessa er gætt og það borið saman við kröfur Þjóð-
verja á hendur Hollendingum og Frökkum, skilst manni, hverj-
ar muni vera kröfurnar til Dana. Það, að krafizt er einlivers í
viðbót, er ekki nema einn þátturinn í hótana- og ógnana- og
gæluleiknum, sem leiða þarf, þegar á að mýkja einhverja þjóð
til þess, að láta „af frjálsum vilja“ kyrkja frelsi sitt. Einn þátt-
urinn í þeim leik er einnig skemmdarverk og ósæmileg fram-
koma „skjólstæðingsins" gagnvart hinum göfugu en því miður
hörmulega misskildu velgerðarmönnum. í stuttu máli sagt,
þetta er sú eldgamla en síunga saga um úlfinn og lambið.
í símfregnum hefur verið sagt frá því, að níu manna nefnd
úr hinum þjóðhollu flokkum hafi átt að semja svar við kröf-
um Þjóðverja. Þetta svar átti svo að leggja fyrir konung og
Ríkisþing til fullnaðarúrskurðar og er þegar fyrir löngu sent
Þjóðverjum. Enn er ekkert andsvar komið frá Berlín. Þetta
er einnig velþekktur þáttur í kerfinu. Óvissan. Taugastríðið.
VAÐ eigum við þá í vændum? Ef til vill ekkert. Ef til vill
JL X allt. Máske hafa Þjóðverjar mætt harðari mótspyrnu, en
þeir áttu von á, máske hafa þeir haldið, að Danmörk væri veil
og fúin, en fundið, að samfylkingin var órofin, svo að ekki
var unnt að finna þann snögga blett, sem hægt var að koma
á laginu, eins og vant var, spjótslaginu, sem strádrepur heila
lieri og lamar mótstöðuafl heilla þjóða í stjórnmálum, með
því að sundra flokkum og stéttum, konungi og þegnum, eða
blátt áfram með því að ala á óvild milli ólíkra manntegunda,
sem ávallt og alls staðar eru til — milli samninganna og undan-