Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 82
80
JÖRÐ
tímis og með hávaða sem skriða hryndi, upp af Ráðhústorgi
og yfir Dagmarhús, þar sem Gestapo hafði höfuðstöð sína.
Þjóðverjar skutu blindandi á mannþyrpinguna og Schalburg-
liðið eyðilagði í æði sínu nokkrar vinsælustu byggingar borgar-
innar, svo sem húsin í Tivoli.
Næstu kvöld endurtók þetta sig: bál voru kynt á götunum,
götuvígi gerð og barizt um þau. Meira en hundrað Danir
féllu, særðir voru nokkur hundruð. Að lokum gerði gervöll
Kaupmannahöfn algert allslierjarverkfall. Allt stöðvaðist: verk-
smiðjur, verkstæði, skrifstofur, afgreiðslustaðir, farartæki,
blöð, útvarp o. s. frv. —
Gagnleikur Þjóðverja var að loka fyrir gas, vatn, rafmagn
og aðflutninga á matvælum. Á þennan auðvirðilega hátt, með
því að beita sulti og þorsta, átti, gegn allri hernaðarvenju, að
kúga milljónaborg til uppgjafar. En Kaupmannahafnarbúar
létu ekki kúgast. Og eftir að hafa einangrað Kaupmannahöfn
algerlega í 48 klst., létu Þjóðverjar undan, 4. júlí, og gengu
inn á kröfur Frelsisráðsins:: að Sclialburg-liðið yrði flutt af
landi burt eða sett í fangabúðir, útivist manna gefin frjáls,
allur opinber rekstur ásamt samgöngum, hafinn á ný, og síðast
en ekki sízt, ekkert lireyft við forustumönnum verkfallsins.
Þarna liöfðu Kaupmannahafnarbúar unnið svo frægan sigur
bæði hagrænt og hugrænt, að slíks voru engin dæmi um her-
tekna stórborg. Enda hyllti allur hinn frjálsi heimur sigur
Dana sem uppörfun fyrir hina undirokuðu Evrópu — sem
sönnun þess, að ekkert megnaði að brjóta á bak aftur mót-
spyrnu þjóðar, sem er samhuga. Jafnvel jörmungandur þýzka
þersins hafði orðið að láta undan fyrir siðferðisþrótti vopn-
lausrar, samhuga þjóðar. Með því var, miskunnarlaust, fyrir
augum allrar Veraldar flett ofan af þeirri hégilju, að Þjóð-
verjar væru yfirþjóð að eðlisfari. Og fyrir Þjóðverjum var
þessi ósigur eins og forboði um nálægt hrun alls Nazismans
og gersamlegrar tortímingar lians.
Allt frá allsherjarverkfallinu og fram á þennan dag hefur
ógnarstjórn Þjóðverja í Danmörku vaxið að víðtæki og hrotta-
skap. Svívirðilegasta verkið, sem fór fram undir árslok 1944,
var afnám dönsku lögreglunnar og burtflutningur meira en