Jörð - 01.05.1945, Side 87
JÖRÐ
85
En þá var í fyrsta lagi öll kosningabarátta bönnuð nema
llokkskríli Nazista, og í öðru lagi var Kommúnistum algerlega
meinuð þátttaka, og loks var það tekið fram við kjósendur, að
þeir ættu ekki að taka afstöðu til stjórnarstefnu ráðuneytisins.
Af þessum og öðrum ástæðum er ljóst, að ekki getur talizt
æskilegt, að láta núverandi Ríkisþing, er ekki hefur getað sinnt
störfum síðan 29. ágúst 1943, sitja kjörtímabil sitt á enda.
Frelsisráð Danmerkur setur franr, auk þess sem að ofan er
greint, eftirfarandi stefnumið um bein verkefni millibilsstjórn-
arinnar:
1. Tafarlaus fangelsun allra Nazista-aðilja.
2. Bann \ ið málaliðssveitunum, afvopnun þeirra og fangels-
un.
(Þess skal getið', að Frelsisráðið gerir ekki ráð fyrir því, að
bönnuð verði stjórnmálaleg starfsemi af Nazista-tagi, þar eð
slíkt múndi vera andstætt stjórnarskránni).
3. Frávikning embættis- og starfsmanna, sem verið hafa óvin-
inum hjálplegir.
4. Afnám allra undantekningarlaga*) og fyrirmæla, er sett
hafa verið að boði eða undirlagi Þjóðverja eða þeim til þókn-
unar.
5. Lausn allra fanga, sem af stjórnmálalegum eða öðrum
ástæðum hafa verið dæmdir, samkv. undantekningarlögunum,
\egna þjóðrækilegrar starfsemi.
6. Afturköllun á áfsetning embættismanna og annarra opin-
berra starfsmanna, sem fram hefur farið að boði eða undirlagi
Þjóðverja eða þeim til þóknunar.
Þessi sex atriði eru í raun og veru aðeins nánari útskýring á
annarri meginreglunni af þeim þremur, sem hér að framan
voru upptaldar sem undirstaða opinberra ráðstafana í beinu
tilefni af hernáminu, er því léttir af.
Það skal tekið fram þegar, að þar sem hér hefur verið talað
um refsingu, þá er ekki átt við stríðsglæpamenn, sem fallið
hafa undir alþjóðleg relsiákvæði reglanna um hernað og rétt-
indi styrjaldaraðila í hernumdu landi (sbr. Haag-sáttmálann).
*) Svo nefnast lög, sem sett eru á einstæðura tíraum, venjulega á einræðis-
legan hátt. - Ritslj.