Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 13
Sjálfsvitund Jesú.
9
um öðrum, og kjörið hann öilum öðrum fremur til þess
að opinbera sig, veru sína og vilja, öðrum mönnum. Hér
er sjálfsvitund Jesú komin á svo hátt stig, að þótt svo
kunni að vera, að Jesús hafi með því ekki beint eignað
sér guðlega sjálfsvitund, þá er þó köllunarvitund hans
hér komin svo hátt upp yfir alla heilbrigða, mannlega
köllunarvitund, sem vér annars þekkjum, að vafasamt
verður hvort þar er framar um eingöngu mannlega sjálfs-
vitund að ræða. Hér förum vér fyrir alvöru að reka oss
á það, að persóna Jesú býr yfir leyndardómi, sem mann-
legri skynjan er ofvaxið að afhjúpa. Og þó er einmitt
þessum orðum Jesú svo farið, að allar ástæður er til að
ætla, að þau séu í sannleika hans eigin orð, því að sú
skoðun á þýðingu Jesú sem opinberanda guðs, er þar
kemur fram, er alt of óskyld og ólík skoðunum elzta
kristna safnaðarins á því efni, til þess að komið geti til
mála, að hér sé að ræða um framleiðsli safnaðartrúar-
innar eða safnaðarguðfræðinnar. Og að Jesús hafi talað
orðin.í einhverri trúarlegri æsingu, er hafi gripið hann á
þessu sérstaka augnabliki, það er skoðun, sem alls engin
rök hefir við að styðjast. t*egar alls er gáð, er ekki held-
ur meira sagt með þessum orðum en þar sem Jesús, svo
sem áður er vikið að, telur sig meiri en Jónas og meiri
en Salómon, eða telur sig hafa það að flytja, sem spá-
mennirnir þráðu, en fengu hvorki að sjá né heyra.
í þessari alveg einstöku sonarvitund Jesú hygg ég oss
að eiga sjálfan kjarna hins innra lífs Jesú, það sem er
grundvöllur allrar starfsemi hans og gjörvallrar veru hans.
Hvernig þessi alveg einstaka sonarvitund er til orðin í
sálu Jesú, um það vitum vér ekkert með vissu og getum
ekki vitað. Vér gelum hugsað oss hana framkomna smátt
og smátt svo sem ávöxt undanfarandi margra ára þroska
og vaxtar. Vér getum líka hugsað oss hana framkomna
alt í einu (t. d. við skírn hans) fyrir guðlega upplýsingu
eða opinberun. En eins og ég tók fram, þá verður ekkert