Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 15
Sjálfsvitund Jesú.
11
En þessi krafa Jesú um ákveðna afstöðu til hans sjálfs
persónulega, merkir þó engan veginn, að hann með því
vilji að engu gera hin almennu skilyrði, sem hann áður
hafði haldið fram viðvíkjandi hlutdeildinni í hjálpræði
guðs ríkis. En það hefði hann gert, ef hann með þess-
um kröfum sínum hefði bætt við nýju sjálfstæðu skilyrði
fyrir því hinu sama. Þegar Jesús heldur fram svo ákveð-
ið nauðsvn náins sambands við sjálfan sig, þá gerir hann
það í meðvitund þess að vera flvtjandi fagnaðarboðskap-
ar guðs ríkis á fullkomnari hátt en nokkur annar, því
það sem í hans augum er skilyrði fyrir því að öðlast
náðarhjálpræðið, er það, að mennirnir í fullu trausti veiti
viðtöku fagnaðarerindi því, sem hann hefir á boðstólum
og temji sér í alvöru og i einlægni iðkun þess réttlælis,
sem hann heimtar og eitt hefir gildi í guðs augum. En
einmitt af þvi að hann er sér þess meðvitandi að hafa til
flutnings hjálpræðisboðskapinn, ekki svo sem einn af mörg-
um, er slíkan boðskap flytji, heldur svo sem hinn eini al-
geri flytjandi þeirrar guðsþekkingar, sem til hjálpræðis
leiðir, hinn eini, sem getur orðið mönnunum í sannleika
»vegur til /öðursins«, þá getur hann hvatt mennina til að
leita sambands við sig, til að veita sér persónulega fylgi,
og gert þetta fylgi við sig að skilyrði fyrir því að verða
náðarhjálpræðisins aðnjótandi. Þegar því Jesús talar liin
dýrlegu orð sín: »Komið til mín allir þér sem erfiðið og
þunga eru hlaðnir, ég mun veita yður hvíld« — þá gerir
Jesús það ekki í þeirri veru, að hann vilji draga mennina
til sín persónulega i stað þess að draga þá til föðursins,
beldur gerir hann það til þess einmitt með þvi að draga þá
til föðursins, þar sem lifandi samband við sig sé óhugs-
andi án lifandi fylgis við þann lijálpræðisboðskap guðsríkis,
sem hann hafi að flytja. Með þessu er ljósi brugðið yfir kröfu
Jesú til lærisveinanna um að »kannast við sig fyrir mönn-
um«. Það að játast honum merkir ekki að játast messí-
anskri persónu hans sem slíkri án tillits til fagnaðarboð-
skapar hans, heldur merkir það hitt, að veita viðtöku ein-