Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 17
Sjálfsvitund Jesú.
13
og á götum vorum kendir þú!«) en ekki hafi réttlætið
iðkað, segir hann að muni verða sagt: »Eg veit ekki hvað-
an þér eruð; farið frá mér allir ranglætis-iðkendur«. —
Að vísu tók Jesús á móti þeim votti huglátseminnar við
sig persónulega, er bersynduga konan í húsi Simonar Fari-
sea lét honum í té með því að væta fætur hans með tár-
um sinum og þerra með hári sínu, til þess síðan að smyrja
þá með smyrslunum; en hann gerði það með því að hann
leit á aðgerðir konunnar sem eðlilegan vott þakklætis
liennar fyrir það náðarhjálpræði, þá fyrirgefning syndanna,
sem henni bersyndugri hafði veitst. Eins tekur Jesús í for-
svar konuna í Betaniu, er smurði höfuð hans dj7rum
smyrslum í lotningarskyni, gegn köldum aðfinslum læri-
sveinsins, sem í nafni nánasarlegrar sparsemi telur and-
virði þess hafa verið betur varið fátækum til styrktar, en
útleggur þó aðgerðir hennar sem smurning líkama síns til
greftrunar fyrirfram. Og einmitt í Betaníu hafði Jesús áður
fundið að því við Mörtu hve mikið umstang hún gerði
sér vegna hans sjálfs og líkamlegs viðurg jörnings við hann,
í stað þess eins og Maria að setjast honum til fóta og
hlýða á kenningu hans. Þar lýkur Jesús einmitt lofsorði
á Maríu fyrir áhuga hennar á boðskap sinum, er sýni
hversu hún hafi skilið fullkomlega tilganginn með lífi hans
og starfi; en það metur liann meira en alt umstang sj’st-
urinnar, þótt vitanlega væri það af góðum huga gert og
vottur þess, hve miklar mætur hún hafði á honum per-
sónulega.
Fyllilega í samræini við þessa skoðun Jesú, að alt sé
komið undir hinni innri afstöðu, hjartans afstöðu, til þess
boðskapar, sem hann hafi að flytja, gat hann líka lagt
þann dóm á, að sá sem hlýddi á lœrisveina hans, lilýddi
á sjálfan hann, og sá, sem hafnaði þeim, hafnaði honum
og þá um leið þeim, er sendi hann (Lúk. 10, 16), og
talið vinsamlega eða fjandsamlega framkomu gagnvart
þeim svo sem vinsamlega eða fjandsamlega framkomu gagn-
vart sér. Því að svo miklu leyti sem lærisveinarnir eru