Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 26
JÓHANNESARGUÐSPJALL.
Smáatliuganir um eöli þess og tilgang. Synóduserindi 1918,
eftir Magnás Jónsson, dócent.
Deilurnar um Jóhannesarguðspjall hafa risið býsna hátt
á siðari árum og erfiðlega gengið að fá þar frið og sam-
komulag. En það er aðallega um höfund guðspjallsins,
sem deilt hefir verið, eins og kunnugt er, livort hann sá
Jóhannes Sebedeusson, postuli Jesú, eða ekki.
Látum menn nú deila um vísindaleg efni innan guð-
fræðinnar. Það nej'ðir menn til þess að rannsaka upp
aftur og aftur það, sem um er rætt, og draga fram allar
hugsanlegar hliðar þess rnáls. Og ekkert er vænlegra til
þess, að rétt niðurstaða fáist en þessi aðferð, þegar henni
er beilt með þeirri stillingu, sannleiksást og lotningu, sem
efninu hæíir.
En í öllum þessum deilum um liöfund þessa guð-
spjalls, megum vér ekki gleyma öðru, sem er miklu meira
virði, en nafn eins höfundar, og það er guðspjallið sjálft,
sem í hlut á. Það slendur þarna eins og það er, óhaggað
og óbreylt, hver sem niðurstaðan verður á deilunni um
höfund þess. Það eru ekki nema fáeinir menn í lieimin-
xim, sem eru svo lærðir, að þeir geti talað með í vanda-
sömum guðfræðisdeilum um vísindaleg efni. En guðspjall-
ið sjálft eigum vér allir heima hjá oss, getum lesið það,
hugsað um það og fært oss það í nyt. Ég vil því leitast
við, að ýta deilumálinu til hliðar, og draga fram guð-
spjallið sjálft ofurlitla stund. Fált eitt get ég hér minst á
af þeirri ótæmandi auðlegð íhugunarefna, sem þar verður
fyrir. En fátt er betra en ekkert. Og fáar liugleiðingar