Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 27
Magnús Jónsson: Jóhannesarguðspjall. 23
kynnu að geta komið af stað fleiri hugleiðingum um þetta
sama rit.
Jóhannesarguðspjall hefir haft tignarstöðu mikla innan
kirkjunnar. Alt frá þeim tíma, er Papias biskup í Hiera-
polis er að verja Markúsarguðspjall, að því er virðist, fyr-
ir þeim, er kasti rj’rð á það við hlið Jóhannesarguðspjalls,
eða frá miðri annari öld, og það til þess tíma er Lúther
kallaði það »das rechte Hauptevangelium« og lengur enn,
hefir það verið talið höfuðrit kristninnar. Og aldrei verður
annað hægl, en að telja það að minsta kosti í hóp höfuðrita
kristninnar. En því miður er býsna fjarri þvi, að menn
hafi ávalt skilið það rétt, skilið það samkvæmt tilgangi
liöfundarins, og hafa menn því farið á mis við mikið af
djúpum hugsunum þess, en aftur á móti lesið inn í það
hugsanir, sem höfundurinn hefir ekki ætlast til að fynd-
ust þar.
I3að fyrsta, sem vér verðum að venja oss við, er það,
að þetta »guðspjall« er í raun og sannleika alls ekki guð-
spjall, sé það notað í sömu merkingu og um hin þrjú
guðspjöllin. Auðvitað er ritað í guðspjallsformi, og nafnið
er því réttnefni. Pað er guðspjall frá formsins hlið. En
frá efnisins hlið hvorki er það, né ætlast til að vera skilið
sem guðspjall í hinni venjulegu merking, þ. e. æfilýs-
ing Jesú.
í þessu sambandi verðum vér að gera oss það ljóst, að
liöfundar fornaldarinnar notuðu ýms form á þvi, sem
þeir rituðu, er nú tíðkast siður. Ciceró og Seneca og
fjölda margir fleiri notuðu t. d. sendibréfsformið, er þeir
völdu hugsunum sinum búning. Peir voru engum að skrifa
og í rauninni voru þetta engin sendibréf. Pegar vér setj-
umst nú niður og semjum ritgerð um eitthvert efni, þá
hefðu þeir ef til vill ritað sendibréf um efnið, til einhvers
kunningja síns, eða jafnvel til einhvers, sem alls ekki var
til. Þá rituðu menn og í ræðuformi. Þeir sömdu ræður,
sem alls ekki átti að flytja. Peir völdu að eins ræðuform-
ið, af því að þeim fanst það gott til þess að gefa hugs-