Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 28
24
Magnús Jónsson:
unum sínum flug. Og alveg á sama hátt var mjög eðli-
legt, að sá, sem rita vildi um Jesú Ivrist, ljTsa skoðun
sinni á honum, draga upp mynd sína af honum og því
nýja ljósi og lífi, sem hann hafði fært heiminum, veldi ein-
mitt guðspjallsformið fyrir rit sitt. Ef hann var postuli
Jesú, þá stóð hann auðvitað ágætlega að vígi í þessu efni,
með allar endurminningarnar frá samvistardögunum við
þann, sem hann vildi lýsa. En þó að hann væri ekki
postuli, þá gat hann samt valið þetta form. Bæði var
ýmislegt til ritað um þetta efni, og auk þess var erfikenn-
ingin lifandi á vörum safnaðanna. En hvort sem hann
nú var, þá er það jafnvíst, að tilgangur hans var ekki sá,
að rita æfisögu Jesú, heldur sá, að setja fram skoðun
sina á kristinni trú, en það var fyrir honum eitt og hið
sama og skoðun hans á höfundi hennar, meistaranum
sjálfum, Jesú Ivristi. þetta verður hver sá að hafa liug-
fast, sem skilja vill ritið, og með því einu er svarað fjölda-
mörgum móthárum gegn því og árásum á það, sem ann-
ars er erfitt að svara.
Hér er nú því miður ekki tækifæri til þess að fara ítarlega
út í þær ástæður, sem hafa opnað augu fræðimanna fyrir
þessu. Að eins skal á það minnast, að það, sem niest
hefir að því stuðlað er þetta, hve gerólíkt Jóhannes-
arguðspjall er hinum þremur, sem aftur á móti eru hvert
öðru svo nauðalík í flestu. Jóhannesarguðspjall segir frá
alt öðrum viðburðum, að fáeinum undanteknum. Viðburð-
unum er lýst svo einkennilega. Oft er sagt frá þeim mjög
ítarlega, með miklu fleiri orðurn en þrjú fyrstu guðspjöll-
in venjulega nota, eins og t. d. sagan um samversku kon-
una, blindfædda manninn o. s. frv. En samt verður við-
burðurinn ekki verulega Ijós og lifandi fyrir hugskotssjón-
um vorum. Vér sjáum ekki þetta iðandi líf, finnum ekki
þennan svalandi veruleikablæ, eins og t. d. í Markúsar-
guðspjalli, heldur likist það rneira nákvæmri skýrslu. Og
altaf höfum vér það á tilfinningunni, að í rauninni sé
höfundinum sama um viðburðinn sjálfan, en það sé eitt-