Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 29
Jóhannesarguðspjall. 25
hvað annað, dýpra og háleitara, sem hann í raun og veru
sé að segja frá. Frásögurnar snúast upp í nokkurskonar
dæmisögur í höndum hans, tákn upp á djúp trúarsann-
indi. Þannig verður frásagan um brúðkaupið i Ivana að
lákni upp á það, hvernig Jesús breytir vatni gamla sátt-
málans í vín (eða anda) nýja sáltmálans. Þegar Jesús
mettar 5000 manns, snýst tal hans alt um líkama hans
og blóð, sem lærisveinar hans eigi að neyta sér til lífs,
og athöfnin verður þannig táknleg athöfn, sem fyrirmynd-
ar það, að hann er himnabrauðið, sem er gefið heiminum
til lífs. Lækning blindfædda mannsins er tákn um það,
að Jesús opnar andleg augu mannanna, er ljós heimsins,
opinberari guðs lejmdardóma. f*egar hann uppvekur Laz-
arus, verður það tákn þess að hann er upprisan og lífið,
vekur mennina til liins andlega eilífa lífs. Og þannig má
halda áfram að telja i það óendanlega. Fetta sýnir ljóslega
tilgang höfundarins. Hann er ekki að segja frá viðburð-
unum vegna viðburðanna, heldur í fræðslu tilgangi.
Ef vér svo lítum á orð Jesú, þá kemur það sama fram.
Omögulegt er að hugsa sér ólíkari talsmáta en þá, sem
Jesús hefir í þrem fyrstu guðspjöllunum, og svo aflur á
móti í Jóhannesar guðspjalli. í stað liinna slutlu andsvara
og meistaralegu kjarnyrða í alþýðustíl, eru hér langar orð-
ræður, hægfara og fullar af endurtekningum og svörin oft-
ast nær eins og þau komi úr alt annari átt en spurningin,
svo að vandlega verður að hugsa um þau til þess að sjá
hvernig þau koma málinu við. Guðspjallamaðurinn getur
þess líka nálega ávalt eða lætur það sjást, að tilheyrend-
urnir misskilja Jesú eða skilja hann alls ekki, og það
jafnt lærisveinarnir sem aðrir, en það gætum vér ekki
hugsað oss um svör Jesú í hinum guðspjöllunum nema
þá einstaka sinnurn. — En svo er það annað, sem enn
þá er athugaverðara. En það er þetta, að stílsmátinn er altaf
sá sami. Hvort sem Jesús talar, eða Jóhannes skírari, eða
hver sem er, eða þá guðspjallamaðurinn sjálfur er að segja
sína skoðun — altaf er blær málsins og frásagnarinnar