Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 31
Jóhannesarguðspjall. 27
sambandi við þetta sama stendur og það, hvernig ávalt
er þar lögð áherzla á það, að alt sé komið undir trúnni
a þetta atriði, í stað þess í 3 fyrri guðspj. er áherzlan lögð
a Það, að gera guðs vilja og auðsjma kærleika. Þó er það
eigi svo að skilja, að slíkar áminningar vanti í Jóhannes-
arguðspjalli.
Til dæmis um það, að tilgangur höfundarins er engan
veginn sá, að segja nákvæmlega frá gangi sögulegra við-
hurða er það, hve víða kennir mótsagna í því efni. Það
er svo að segja í sömu andránni sagt, að Jesús hafi skírt
og að hann hafi ekki skírt (3, 22 og 4, 2), í 6, 1 er sagt,
að Jesús hafi farið yfir um »til landsins hinu megin við
Galíleuvatnið«, en næst á undan er hann í Jerúsalem, og
mýmargt af því tagi. Sagan af Nikódemusi (í 3. kap.) er
og mjög skýrt dæmi um þetla. Nikódemus kemur til Jesú,
og þeir fara að tala saman. En svo áður en nokkurn varir
er samtalið komið yfir í einræðuform, sem ómögulegt er
að sjá hvort er orð Jesú eða guðspjallamannsins, en
Nikódemus er algerlega horfinn af sjónarsviðinu. Sama
er og um Grikkina í 12, 20nn. Alt þetta ber að sama brunn-
inum, að höf. er sama um söguna sjálfa, ytri viðburðinn.
Einhverjum kynni nú að finnast þetta kynleg aðferð, úr
því að liöf. klæðir þó rit sitt í sögubúning, og ekki hefir
skort þær raddir, sem telja þetta nokkurskonar fölsun og
annað slíkt. En þetta er sprottið af fáfræði einni og skiln-
ingsleysi á hugsunarhætti fornaldarmannanna. Þá þektist
ekki vor strangi skilningur á því hvað væri »saga« og
»sögulega rétt«. Þá var sagan helst ekkert annað en fræð-
andi spegill. Það var sagt frá fyrri tíma viðburðum vegna
samtíðarinnar, og það var sagt frá þeim á þann hátt, sem
mest mætti að gagni verða, mesla fræðslu veita. En svo
var auk þess ein stefna uppi, sem gekk lengst í þessu,
og þeirri andastefnu fylgir guðspjall vort. Þar var litið
svo á, að viðburðir sögunnar væru í raun réttri ekkert
annað en tákn og dæmisögur frá guði. Viðburðirnir sjálfir
voru einkis virði, en alt komið undir dýpri merkingu þeirra.