Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 36
32
Magnús Jónsson:
En einnig i þvi, hvernig liann fer að endurleysa mennina
kemur fram, live álirifin frá grísku heimspekinni eru mikil.
Enduriausnin er sem sé fólgin í opinberunarstarfseminni.
Hún er guðsþekking. Gyðingunum er gefið það að sök
hvað eftir annað, að þeir þekki ekki guð, og að þeir þekki
ekki Ivrist. Eilífa lífið er það að þekkja guð og þann, sem
hann sendi, Jesú Krist. í*ess vegna verða það líka þessi
tvö liugtök, sem guðspjallið sí og æ notar um Krist, alt
frá formálanum og alt guðspjallið út, Ijós og líf. í honum
var líf, og lífið var ijós mannanna. Ljós opinberunarinn-
ar og guðsþekkingarinnar, það er höfuð einkennisorðið
um Krist.
En þessi þekking fyrir Krist er ekki dauð þekking, ekki
utanbókarlærdómur eða kaldur fróðleikur, heldur er það
sannarleg þekking, samfélag við Krist, og i Ivristi samfélag
við gnð. A þennan liátt tengist þetta dularfulla samfélag,
sem Jóhannesarguðspjall talar svo mikið um: Fyrir opin-
berunina kemur guðsþekkingin, fyrir þekkinguna kærleik-
urinn, fyrir kærleikann guðssamfélagið, og í guðssamfé-
laginu eilífa lífið, sem er hugsjónartakmark mannsins, og
er jafnán notað í Jóh. í stað guðsríkishugtaksins í þrem
f}rrstu guðspjöllunum. Þessi »unio mystica« umspennir alt á
himni og jörðu: Mennirnir tengjast hver við annan, menn-
irnir við Krist, Iíristur við guð og mennirnir þannig við
guð. Guðspjallamaðurinn orðar það á ýmsan liátt, og oft
nefnir hann það eins og nokkurskonar »íbúan«: t. d. ég
er í yður, þér í mér, þér í guði o. s. frv.
Þar sem nú samfélag við guð er hæsta hugsjónartakmark
mannsins, og þar sem Kristur veitir mönnunum fullkomna
opinberun á guði, þannig að sá, sem liefir séð hann, liefir
séð föðurinn, og guðssamfélagið fyrir Krist er því fullkom-
ið guðssamfélag, þá er líka kristindómurinn fullkomin
trúarbrögð. Maðurinn getur með kristindóminum náð full-
komlega hugsjónartakmarkinu, og engin trú fyr né síðar
getur orðið fullkomnari. Sá sem etur himnabrauðið, sem